Færsluflokkur: Bloggar
Að sögn Guðs segist hann vel skilja gremju Breta og Hollendinga í garð Íslendinga, sjálfur hafi hann átt litla upphæð á einum slíkum sem hann hafði hugsað sér að geyma þar til hann fer á eftirlaun, árið 3912.
Er þetta enn eitt áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf, en almennt er talið að það eina sem geti bjargað því sé hressilegt kraftaverk.
Bloggar | 16.11.2008 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar Mundi hringdi í mig í gærkvöldi og spurði hvort ég vildi koma með á gæs, þá hélt ég að hann væri að grínast. Það er nú kominn 15. nóvember. En ég lét það ekki stoppa mig og mætti á svæðið (Læk í Hraungerðishreppi) um kl. 8 í morgun ásamt Gunnari í Bæjarholtinu og að sjálfsögðu Tuma.
Þetta var ekkert venjulegt veiðiveður. Það var kalt og hvasst. Gerði jafnvel él og svo var
skafrenningur á köflum. En við vorum vel klæddir og með kakó á brúsa svo að veðrið var ekki vandamál. Veiðin fór rólega af stað en síðan varð þetta bara ansi fjörugt. Það kom hópur eftir hóp og gæsahaugurinn hans Tuma stækkaði og stækkaði. Það er alveg furðulegt að þessar gæsir séu ekki búnar að koma sér úr landi. Þegar upp var staðið þá lágu 36 grágæsir í valnum. Það er mjög gott miðað við þennan mannskap. Tumi sýndi enn einusinni hvað hann er góður veiðihundur. Hann var orðinn nokkuð lúinn undir það síðasta.
Jæja. Nú held ég að gæsavertíðinni minni sé lokið þetta haustið eða veturinn.
Ég er vel byrgur af gæsum næsta árið.
Bloggar | 15.11.2008 | 18:51 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bjarni Harðarson vinur minn er búinn að segja af sér þingmennsku. Það þykir mér slæmt. Ein smá tæknileg mistök og búið spil. Ég held að Bjarni hafi ekki verið að hugsa um að gera neitt sem ekki er tíðkað almennt í þessum bransa. Hann bara ýtti á einn vitlausan takka og þar með varð allt vitlaust. Vegna þess að Bjarni hefur samvisku þá ákvað hann að taka pokann sinn. Margra mánaða kosningabarátta með tilheyrandi tekjuleysi á meðan og svo bara endar þetta svona. Allir hinir sem hafa eitthvað raunverulegt á samviskunni í þessum bransa sitja sem fastast. Halda bara í íslensku hefðina. Viðurkenna aldrei mistök. Taka aldrei neina ábyrgð jafnvel þó að framtíð þjóðarinnar sé að veði. Já þetta er ótrúlegt lið.
Jæja Bjarni tók ákvörðun og hefur minn stuðning. Ég vona svo sannarlega að hann láti til sín taka í pólitíkinni áfram og gefi aftur kost á sér í næstu kosningum. Við þurfum að minnsta kosti einn þingmann sem kann að axla ábyrgð.
Fékk aðeins í magann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2008 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem ekki er sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk. Maður sem ekki er sjálfra sinna, hann er einsog hundlaus maður"
Bjartur í Sumarhúsum
Ég hafði það loksins af síðastliðið vor að lesa Sjálfstætt fólk. Það var ansi skemtileg lesning. Ég hef hugsað um það undanfarið hvað ástandið hér á landi er líkt mörgu af því sem Bjartur gekk í gegnum. Hann vildi umfram allt vera sjálfstæður og ekki upp á aðra kominn með nokkurn hlut.
Þegar Bjartur hugðist bæta aðstöðuna og byggja hús "Þegar maður á lífsblóm þá byggir maður hús" Þá fór að halla undan fæti. Hann tók lán í kaupfélaginu og byggði hús sem hann gat að vísu aldrei notað. Svo gerðist hann áhættufjárfestir með því að setja meira á af lömbum en venjulega en þá gerir einmitt harðan langan vetur og hann verður heylaus.
"Maður er þó ævinlega sjálfstæður maður heima í kotinu sínu. Hvort maður lifir eða drepst, þá kemur það aungvum við utan manni sjálfum. Og einmitt í því álít ég að sjálfstæði sé fólgið"
"En meðan ég sælist ekki eftir annara manna gróða þá kæri ég mig ekki um að bera annara manna töp"
"Að leita til annara manna það er sjálfstæðum manni uppgjöf á vald höfuðóvinarins.."
Þessi saga er full af svona gullkornum sem eiga vel við á okkar tímum.
Bloggar | 27.10.2008 | 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftirfarandi lesning er nokkuð sem ég fékk sent í dag og mér þykir það bara gott miðað við það sem á undan er gengið. Sérstaklega kaflinn um áhættufjárfestingar.
---------------------------------------------------
Skilgreining á mismunandi þjóðfélagsuppbyggingum.
SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKIÐ
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lý
Bloggar | 22.10.2008 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekki tekið út með sældinni þegar lóðarí er í gangi hér í hverfinu. Sérstaklega þegar ein ákveðin tík á ákveðnu horni fer á lóðari. Það skeður oft á ári en eðlilegt er að tíkur lóði tvisvar á ári. Þessi umrædda tík er afskaplega ljót, leiðinleg og heimsk. Þrátt fyrir það þá virðist hún vera einstaklega sexy í augum og nefi hundanna. Þegar lóðaríin standa sem hæst þá hætta hundarnir að éta og verða eiginlega óþolandi á allan máta.
Í fyrrakvöld tókst Tarzani að sleppa frá mér í göngutúrnum. Það var komið myrkur svo að ég reyndi ekki að finna hann. Hann kom ekki heim alla nóttina þrátt fyrir frostið. Tumi sat út í girðingu og spangólaði út í eitt þar til mér ofbauð og rauk fram í þvottahús og lét kalt vatn renna í fötu og fór fáklæddur út í gaddinn og skvetti á hann. Þó flúði Tumi inn í hundahús og ég vaknaði ekki við hann fyrr en um kl 4. Þá byrjaði hann aftur. Þá var ég of framlár til að nenna að fara í aðra vantsfötuferð. Ekki mikið sofið þá nótt.
Ég þurfti svo að sækja Tarzan um morguninn út á umrætt horn.
Meðan ástandið er svona þá verð ég að hafa hundana í bandi í göngutúrum. Það er að vísu örugglega rétt samkvæt reglugerðum en afskaplega erfitt og leiðinlegt fyrir hundana og mig. Þetta eru nú engin smákvikindi!
Þetta ástand tekur vonandi enda fljótlega.....í bili.
Bloggar | 21.10.2008 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef forðast það að tala um kreppuna hingað til en það er erfitt til lengdar. Ég er eins og margir aðrir alveg skíthræddur um að þetta geti endað illa. Þó svo að við stöndum vel þá er svo margt sem getur raskað þeirri stöðu. Við verðum að stóla á að geta fengið þær rekstarvörur sem við þurfum á að halda til að halda okkar striki. Okkar stæsti byrgir tilkynnti okkur það um daginn að á næstunni gætum við ekki fengið vörur nema með 100% álagi. Ásæðan er sú að þeir vita ekki hvað þeir þurfa að greiða fyrir vöruna þegar hún kemur í gjalddaga. Þeir eru með langan gjaldfrest hjá erlendum byrgjum og vita ekki hvað evran kostar þegar gjalddaginn skellur á.
Ég hef hugsað um það oft undanfarið hvað það er mikilvægt fyrir þjóð að geta stólað á innlenda framleiðlsu á matvælum. Hvernig stæðum við í krísu sem er jafnel verri en þessi sem á okkur dynur núna ef við þyrftum að stóla alfarið á innflutning? Það væri ljóta ástandið. Eða "klastur" eins og Benni bróðir hefði væntanlega orðað það. Ég er viss um að allir sem hugsa yfirleitt eitthvað hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja það til í framtíðinni að leggja niður íslenskan landbúnað.
Hér eru linkar sem allir ættu að kynna sér á þessum tímum.
Bloggar | 17.10.2008 | 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það heyrir til tíðinda þegar okkar fólk kemst á forsíðu í heimspressunni. Hér er forsíðan í dag af MetroXpress sem er stæsta fríblaðið í Danmörku.
Við erum bara montin hér heima
Bloggar | 15.10.2008 | 07:30 (breytt kl. 07:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fór á gæsaveiðar í morgun. Halli mágur bauð mér og Munda mági mínum að fara á gæs. Hann komst ekki sjálfur. Á Læk í Hraungerðishreppi eru kornakrar sem ekki hefur verið hægt að þreskja vegna rigninga. Gæsin er farin að gerast full ágeng og kornið því í voða.
Mundi undir regnboganum. Hvað skyldi hann hafa óskað sér?
Við Mundi vorum mættir á svæðið uppúr kl. 6 í morgun og stilltum upp gerfigæsum og álftum eins og tíðkast. Það var að vísu erfitt að gera þetta mjög vísindalega vegna þess að það var logn. Semsagt engin vindátt. En þrátt fyrir allt þá virtist þetta hafa verið nokkuð góð uppstilling hjá okkur.
Ég í "byrginu"
Við komum okkur svo fyrir í skurðruðningi í "holum" sem síðasta skyttugengi hafði gert.
Veðrið var mjög gott fyrir útiveru. Logn og þurrt. Það er að vísu ekkert sérstakt veiðiveður fyrir gæsaveiðar en það er aldrei á allt kosið.
Tumi var vel vakandi.
Tumi kom með sem veiðihundur. Hann stóð sig með stakri prýði eins og venjulega. Hann hafði að vísu meira að gera en hann er vanur upp á síðkastið og var orðinn nokkuð lúinn þegar upp var staðið.
Tumi með eina af mörgum.
Veiðarnar gengu semsagt vel. Það komu gæsir í færi öðru hvoru og við slitum niður eina og eina allan morguninn. Smá saman stækkaði staflinn með gæsunum sem Tumi sótti. Það var erfitt fyrir hann að leita í korninu því að það var enginn vindur til að bera lyktina. Hann þurfti því að hlaupa miklu meira en ella. Allar gæsirna sem við skutum fundust samt þótt að það þyrfti að hafa mikið fyrir því stundum og leggja mikið á sig.
Tumi blóði drifinn
Meðan við biðum eftir gæsunum þá höfðum við Mundi nægan tíma til að spjalla. Efnahagsmálin og bankarnir voru vinsælt umræðuefni meðal annars.
Og haugurinn stækkaði!
Við hættum veiðinni fyrir hádegið og tókum saman. Saddir og sælir. Ég er að minnsta kosti búinn að redda megninu af þeim gæsum sem við þurfum fyrir veturinn. Vantar samt aðeins uppá enn.
Tumi með fenginn
Veiðilendurnar. Já Flóinn er flatur!
Bloggar | 27.9.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Haustrigningin er vonandi á undanhaldi. Þetta er orðið gott í bili finnst mér. Berin á reyniviðnum eru að mestu komin niðrá stétt. Fuglarnir komu að lokum í stórum flokkum (starrar og þresir) og þeir tæta þetta allt niðrá stétt. Kannski fer eitt og eitt ber uppí gogginn en miðað við magnið á stéttinni eru það ekki börg ber. Húsmóðirin á bænum fékk þá snilldar hugmynd að nota reyniber sem borðskreytingu með grillmatnum um daginn. Hér er mynd af því:
Ég fór einu sinni með pabba í heimsókn til Sigga Þorkels (þeir sem vita ekki hver það er verða bara að hafa það enda skiptir það ekki máli í samhenginu).
Hann keypti sér í gamla daga land á Álftanesi sem var ekkert nema auður vindblásinn melur þegar hann hóf þar skógrækt. Hann þurfti að hafa mikið fyrir því að rækta skóginn því það vantaði bæði skjól og jarðveg. Með þrósku og þolinmæði tókst honum ætlunarverkið og þarna er nú skógur. Allt of þéttur að vísu.
Ég man eftir því að í heimsókninni þá spurði ég Sigurð að því hvort það væri ekki kominn timi til að grisja þetta svolítið. Ég man eftir því að það hálf fauk í kallinn við þessa spurningu. "Grisjar þú börnin þín?" Sagði hann.
Jæja en það hefur semsagt staðið yfir að undanförnu "barnagrisjun" hér í Hveratúni. Við Róbert erum búnir að fara með marga sturtuvagna af trjágróðri út á brennustæði. Ég skil ekki hvernig var hægt að komast af án traktórsins
Og svo að lokum ein stuttmynd af fallandi ösp...TIMMBBBUUUR...
Bloggar | 25.9.2008 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar