Meira af doðrantinum.

Ég er enn að reyna að fatta þetta Facebook dæmi. Er jafnvel farinn að hallast að því að þetta sé svona meira fyrir unglingana. En það getur verið að ég hafi bara ekki næga reynslu og þroska fyrir þetta ennþá.

Smá dæmi úr doðrantinum:

 Hjón til margra ára eru bæði á doðrantinum.

Ég fæ eftirfarandi tikynningu.

Jón og Gunna eru núna vinir!

 Mikið finnst mér það nú gott. Ég vissi ekki einusinni að hjónin væru óvinir!

Skömmu síðar fæ ég tilkynningu:

Jón og Gunna eru núna gift.

Nú það þroskast hratt vinskapurinn hjá þeim. Hvernig var það annars voru þau ekki gift fyrir?

----------------------------

 Nei annars, þetta er nú bara svona grín. Kannski kemst ég í takt við þetta þegar frá líður. Ef ekki þá er ekkert mál að eftirláta þetta unglingunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka mjög fegin! Eiginlega stór-létti mér. Ég var greinilega með "ranghugmyndir í vitlausri röð". Ég hélt sko, að fyrst væri best að vera vinir og svo kannski, seinna, gifta sig. En ég hef bara ekki tekið nógu vel eftir.

 Annars gæti þetta að einhverju leyti helgast af aðferð, sem er mjög útbreidd hérlendis og hefur lengi verið

 a)sjá einhvern

b)sofa hjá - vakna - og lítast nokkuð vel á

c)flott brúðkaup  (alvöru-flott)

 d) kynnast svolítið

e) verða vinir (ef Guð lofar)

 Æ, kannski ég þurfi að skoða þetta betur.

 Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:32

2 identicon

Ég var mjög lengi að sættist við facebook (anlitsbókinni...hehe!) En núna er það allt að koma hjá mér. Fyrstu mánuðinna varð ég pirruð bara af að logga mig in. En það er nú búið. Núna er ég bara glöð.

 Hafðu það gott og gleðilegt nýtt ár.

Eva á Litlu-Tjörn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband