Fótur fyrir þessari sögu!

Það var ekki beint eftirsóknarvert að viðra hundana núna áðan. Hífandi rok og rigning, myrkur í þokkabót. Það verður samt að gera það. Hálkan er þvílík hér á götunum í hverfinu að það er stórhættulegt að fara eftir þeim. Þess vegna þá haltraði ég bara beint út á hverasvæði með ræflana. Það er að vísu versti staðurinn í hverfinu með tilliti til veðursins. Í suðaustan roki er ekkert skjól þar. En þetta slapp allt saman og við erum komnir aftur í hús.

Á bakaleiðinn tók ég eftir því að hundarnir voru komnir með kindalappir í kjaftinn. Undanfarna daga er ég búinn að taka af þeim 6 kindalappir. Hvaðan koma allar þessar kindalappir?löpp2 Er kannski einhverstaðar ein og hálf kind lappalaus? Eða 6 kindur sem vantar eina löpp á hverja? Það er löpp1spurningin. Ég verð samt að draga þá skynsamlegu ályktun að einhver nágranna minna hafi sankað þessu að sér og þá vætnalega til að svíða þær að gömlum sveita sið og þá með það að markmiði að éta þær. Hundar hafa gott nef og þeir finna svona hnossgæti ef það er hægt að komast í það á annað borð.

Svo er hér að lokum mynd af unglingunum í tölvunum. Þetta er farið að ganga nokkuð langt. Þetta er auðvitað bilun!

tölvunördar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha kannski að tala saman á msn? :)

Guðný (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:11

2 identicon

og ég sé hundana fyrir mér rífa lappirnar undan kindunum sem jarma hjálparlausar... baaaaa

Guðný (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:19

3 identicon

Já,, þetta gengur nokkuð langt, en reglulega mannborulegir að ég segi ekki bara beinlínis laglegheita fólk!

Ætli þau hafi ekki bara verið að tala saman? Það er ekki "móðins" lengur að gera það munnlega. MSN og fésbækur er það sem blívur.

 Kindagreyin? Margar andstyggðarskýringar datt mér í hug að skálda upp og fannst allar fyndnar....

EN einn nágranna þinna hefi ég sterklega grunaðan um að hafa nú misst "spón" úr þeim aski sínum, hvers innihald hann hlakkaði mikið til að svíða og nasla í sig. Hihihihi,  hafði jafnvel á orði við mig að kannski byði hann mér í sviðalappir.

Og hvað segir ekki hið fronkveðna:

"Sárt er að gæt' eigi sinna lappa" - ("kerlingin" sem hefur öldum saman sagt  hluti af þessum toga, hlýtur líka að hafa sagt þetta einhvern tíma)

GJört í snatri á leið til Bjarna Harðar. Já hvika hvergi af þessarri leið.

Helga Ág. - og góðar kveðjur út um bara allt.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:14

4 identicon

Skemmtilegar myndir. Ætli lappirnar séu af heimaslátruðu :)

 Annars er það orðið algeng sjón að sjá heilu fjölskyldurnar fyrir framan sjónvarpið, með fartölvurnar í fanginu og jafnvel í símanum um leið ...

Skúli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband