Intrum Justitia

Fyrir nokkru keypti ég mér snjóskóflu á traktórinn í Jötunn vélum á Selfossi. Ég bað um að hún yrði send til mín með Flytjanda.

Skófla kom til mín en var að vísu send með Landflutningum (Samskip) en það skipti mig ekki máli.

Svo kom reikningur fyrir flutningnum uppá rúmar 6 þúsund krónur. Sem mér þótti svo sem allt í lagi. Ég greiddi reikninginn á eindaga eins og til er ætlast.

Daginn eftir barst mér bér frá Intrum Justitia þar sem kvartað var yfir því að reikningurinn hefði ekki verið greiddur. Nú bæri mér að greiða starx til að forðast frekari innheimtuaðgerðir.

Vitandi það að þetta skeyti var sent áður en ég greiddi reikninginn þá bjóst ég við að þetta væru einhver fljófærnismistök og ekki svaraverð því reikningurinn var jú greiddur.

Svo skeði það í gær að ég fékk bréf frá Intrum Justitia. Það hófst á þessum orðum:

NÚ ER MÁLIÐ ORÐIÐ ALVARLEGT. LOKAAÐVÖRUN!

Síðan fylgdi allskonar hótanir um lögfræðinga og frekari kostnað.

Þó að ég viti að þarna er um einhverkonar mistök að ræða þá varð ég alveg ösku vondur. Ég sem er einstakt ljúfmenni á það ekki oft til. Ég sendi Intrum harðort skeyti með tilheyrandi skömmum ásamt kvittun fyrir greiðslu á þessum reikningi. Auk þess hótaði ég að rukka Intrum fyrir alla þá vinnu og óþægindi sem þetta klúður þeirra væri að valda mér.

Ég er viss uma að Intrum Justitia og önnur fyrirtæki í þesari grein eru að maka krókinn þessa dagana. En það er algert lágmark að þessir hrægammar fullvissi sig um það áður en þeir sýna klærnar hvort það sé grundvöllur fyrir árásinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best er að vera alls ekki í reikning neinstaðar

Þannig verða þessum Möppudýrum útrýmt með öllu

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:22

2 identicon

Já, eins og ég hefi margoft sagt: mér finnst Intrum-hjónin svo leiðinleg að ég hef ákveðið að bjóða þeim ekki í afmælið mitt.

Og skal allnokkuð til, verandi gestrisin í betra lagi og veitul vel.

 Með hyldjúpum skilningi

Helga Ág. 

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband