Hnéð mitt

Pétur læknir hringdi í mig í gær og las mér niðurstöðurnar úr myndatökunni í Domus Medica. Það er semsagt málið að hnéð er í allskonar fokki. Það er vökvi (blóð) í liðnum, tognað liðband, skaddaður og laus liðþófi ásámt tlheyrandi bólgu.

Ég hef svo sem engar forsendur til að meta hversu alvarlegt þetta er allt saman. Ég bara hef ekki vit á því. Það eina sem ég veit er að ég er skárri á hverjum morgni og ég reikna með að með því framhaldi endi ég á því að verða bara nokkuð góður. Pétur bannaði mér að taka þátt í frekara Káradæmi fram yfir áramót.

Ég lenti í því ásamt Knúti á Friðheimum að vera á vakt yfir bekknum hennar Marínar núna á föstudagskvöldið. Þannig er að allur bekkurinn (16 stykki) var að gista í skólanum yfir nótt. Einhverra hluta vegna þótti þeim þetta spennandi dæmi.

Þegar klukkan var að nálgast 3 um nóttina og hávaðinn, lætin og galsinn var óstjórnlegur þá varð mér að orði að það væri bara fínf þetta yrði aldrei leyft oftar. En uppúr kl. 4 um nóttina þá skall á kyrrð og ég fékk heila 3 og 1/2 tíma í svefn.(Að vísu svaf ég ekki vel en það er því að kenna að ég hafði svo lélega dýnu) Krakkarnir voru í raun og veru bara ágæt. Við Knútur vorum ekkert að skipta okkur of mikið af þeim enda skilst mér að þeim hafi líkað það bara vel.

Ég fór svo ásamt Sigurlaugu í stórafmæali Kristínar í gærkvöldi og það var alveg frábært. Ég var að vísu ekki í formi til að halda áfram langt fram efir nóttu vegna svefnleysins frá nóttinni á undan en það var samt gaman.

Hér að lokum vil ég sýna eitt videó sem ég fann á netinu. Það er bara gott og sniðug hugmynd í þessu ástandi sem er í gangi.

Smellið hér

 

http://www.youtube.com/watch?v=wWPhTYsFTv8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ok .. með því að vera hér á blogginu, les maður þá svona "einka"-"læknis"-"sögur" fólks .....    ok, ... ég er að læra á þetta. Hélt að það sem kæmi á mbl.bloggið væri bara það sem maður vildi að allir læsu

Katrín Linda Óskarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:57

2 identicon

Já. Þetta eru þæg börn ekki satt ;)

Skylst reyndar að þú hafir verið að passa krakka sem teljast með þeim þægari í skólanum :D

Skúli (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:47

3 identicon

Æji vesen med hnéid, thú lætur thér bara batna og mætir fílefldur í káradæmid eftir áramót.

Gudny (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:23

4 identicon

Ágæti Magnús, hjarta mitt er barmafullt af skilningi þ.e.a.s. vegna næturvökunnar --  og þess góða ráðs sem þið Knútur beittuð; "skipta sér ekki of mikið af því, sem er svolítið einkalíf ungmenna". Það vantar þá grein í menntun kennara - tel ég! (stundum held ég þeir séu flestir, gersamlega minnislausir).

 Eitt sinn (annars staðar í öðru lífi) endaði ég með að færa dýnuna mína þversum í dyragátt svo yndislegu, ungu stúlkurnar mínar kæmust ekki upp á loft. Við vorum í vikulöngum skólabúðum.

Nýir strákar, nýtt umhverfi og fullt af splunkunýjum hormónum upp um alla veggi! Ég held ég gleymi aldrei gerðarlegu ungu stúlkunni (þessari elsku) sem horfði á mig fallegum, bláum augum og sagði: "já en Helga... það eru SVO sætir strákar uppi. Megum við bara SMÁ? Bara tíu mínútur, elsku Helga!"

 Mig minnir að ég hafi leyft þeim að fara upp (eðli mínu trú) - og svo endað með að fara sjálf eftir korter og smala dömunum mínum niður. (14 ára þá) En mikið' skildi ég þær vel.... en vissi nú engu að síður, að það væri engan veginn í lagi að viðhafa frekari sveigjanleika.... o, já; blessað mannlífið. En þetta var 9. bekkur fjórtán að verða fimmtán. 

 En verra er með hnéð á þér. Nú myndu sjúkraþjálfararnir í minni nánustu fjölskyldu vilja fá að skoða grannt, þrýsta, þukla, skoða röntgen, prófa hreyfingar - og leggja á ráðin... jafnvel þótt ÞÉR finnist þú verða betri með hvurjum degi...  Það er nú "þannig" með þá sem verða bara alltaf betri og betri með hverjum degi .... þeir kvarta ekki á meðan.

En ég hef aldrei vitað muninn á hálsbólgu og ilsigi, svo ég ætti sem minnst að segja. Er hins vegar ljóst að þér getur ekki alfarið liðið firna-og-undur-býsna-vel... en gangi þér í haginn með téð hné. - Og bestu kveðjur til Sigurlaugar, pennavinar míns á Mentor.

Helga Ág.

hirðkveðill PMS og fD

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband