Messusókn

Sælt veri fólkið.

Það er svosem ekki mikið um að vera hérna um þessar mundir. Í tilefni af árstíðinni breytti ég um mynd hér í hausnum. Þetta er mynd sem var tekin í mikla snjónum síðastliðinn vetur. Nánar tiltekið af gamala gróðurhúsinu hans Einars Ólafs.

SKÁLHOLTVið fórum með krakkana í messu í morgun. Eins og við höfum gert nokkra sunnudagsmorgna undanfarið. Það hefur að vísu ekki verið ótti við útmálun helvítis á sálartetrinu eins og kemur fram í vísu sem birtist á síðunni hans Palla, sem veldur þessari óvenjumiklu kirkjusókn hér á heimilinu. Heldur er verið að vinna í því að uppfylla ákveðinn messusóknarkvóta vegna væntanlegra fermingar barnanna. Þetta hafa verið ósköp notalegar stundir. Fámennt en góðmennt. Mér hefði þótt betra að hafa organista til að skreyta þetta aðeins. Það vantar svona fyllingu í dæmið. Það hlýtur að vera hægt að redda organista fyrir svona merkilega kirkju.

Ég lauk við að græja gæsirnar á föstudaginn. Óvenju efnilegur gæsalager í kistunni núna. Við tókum forskot á sæluna í gærkvöldi og fengum okkur gæs í kvöldmatinn. Hún þótti afskaplega góð. Pabbi fékk að sjálfsögðu líka að smakka og honum líkaði hún vel.

Ég ákvað að taka fjórhjólið aðeins til kostanna núna í kvöld. Vegna notkunarleysis þá var það rafmagnslaust þegar til áttu að taka. Það er ekki von á öðru þegar maður hreyfir það svona sjaldan. Jæja, en eftir hleðslu í smá stund þá rauk það í gang og ég gat sprett aðeins úr spori hér um nágrannið. Það er mjög skemmtilegt í svona hálku. Nú bíð ég eftir að það komi eitthvað af snó til að reyna það í sköflum.

Að lokum ætla ég að hætti sumra að hnoða hér saman einum fyrriparti.

Í messu ég fór og mjög var fátt

um mergjaðan undirleik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ég ætla ekki ad reyna ad botna. Býst vid ad einhver annar sjai um thad :) En flott myndin i hausnum, thad var svo otrulega fallegt i laugarasi sidustu jol. Ég vona lika ad thad komi snjor bradum, ég ætla allavega ad fa ad spreyta mig a fjorhjolinu thegar eg kem heim hehe. Thá má fólk vara sig.

 Kv. Gudny

Gudny (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:48

2 identicon

...

en sælan flædd' um sálargátt

þar sátum býsna keik.

... þetta flokkast nú bara eiginlega undir framhjáhald ...

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 04:48

3 Smámynd: Magnús Skúlason

Takk fyrir botninn Helga. Ég gat að minnsta kost ekki botnað þetta sjálfur.

Framhjáhald...hmmm. Þú verður að taka það með í dæmið að ég var, er og hef ekki verið í kórnum og þess vegna snertir þessi Skálhotskrýsa mig ekki sérstaklega. Allavega ekki nóg til að hætta við að láta ferma börnin. Það finnst mér að minnsta kosti.

Magnús Skúlason, 25.11.2008 kl. 07:25

4 identicon

Hnnnuhh, ég meinti ekki för ykkar í kirkjuna, heldur að ég væri að botna hjá þér! hihihihi

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Magnús Skúlason

Sem sagt "rangur misskilningur"

Magnús Skúlason, 25.11.2008 kl. 18:49

6 identicon

Já öldungis það!!!

Og hættu svo að skrifa um allar þessar gæsir! Lyklaborðið hjá mér er útslefað!

Bestu kveðjur

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband