Það er ekki tekið út með sældinni þegar lóðarí er í gangi hér í hverfinu. Sérstaklega þegar ein ákveðin tík á ákveðnu horni fer á lóðari. Það skeður oft á ári en eðlilegt er að tíkur lóði tvisvar á ári. Þessi umrædda tík er afskaplega ljót, leiðinleg og heimsk. Þrátt fyrir það þá virðist hún vera einstaklega sexy í augum og nefi hundanna. Þegar lóðaríin standa sem hæst þá hætta hundarnir að éta og verða eiginlega óþolandi á allan máta.
Í fyrrakvöld tókst Tarzani að sleppa frá mér í göngutúrnum. Það var komið myrkur svo að ég reyndi ekki að finna hann. Hann kom ekki heim alla nóttina þrátt fyrir frostið. Tumi sat út í girðingu og spangólaði út í eitt þar til mér ofbauð og rauk fram í þvottahús og lét kalt vatn renna í fötu og fór fáklæddur út í gaddinn og skvetti á hann. Þó flúði Tumi inn í hundahús og ég vaknaði ekki við hann fyrr en um kl 4. Þá byrjaði hann aftur. Þá var ég of framlár til að nenna að fara í aðra vantsfötuferð. Ekki mikið sofið þá nótt.
Ég þurfti svo að sækja Tarzan um morguninn út á umrætt horn.
Meðan ástandið er svona þá verð ég að hafa hundana í bandi í göngutúrum. Það er að vísu örugglega rétt samkvæt reglugerðum en afskaplega erfitt og leiðinlegt fyrir hundana og mig. Þetta eru nú engin smákvikindi!
Þetta ástand tekur vonandi enda fljótlega.....í bili.
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greyin. Svo er sagt að heilinn í okkur körlunum dingli þarna í neðra :)
Skúli (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:10
Heppinn er hundlaus maður :)
PMS (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:47
Hehe eiga Tumi og Tarzan ekki nóg af afkomendum fyrir :) en hvernig er thad, er von a nyjum hundi i hveratun? gekk thetta med Tuma og tikina tharna i vor?
Gudny (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:18
Já þetta með tíkina hans Tuma. Ég hafði samband við tíkareigandann og hann lét fara með tikina í sónar og það sást ekkert. Þannig að ég reikna ekki með neinu. Kallinn var samt uppfullur af því að það sæist stundum ekkert í sónarnum og að sér findist á tíkinni að það væru hvolpar í henni. Mér finnst það samt rétt að reikna ekki með neinu. Ég ætla að hafa samband við kallinn aftur núna um helgina. Ef það eru hvolpar í henni þá ættu þeir að vera að fæðast um það leiti.
Magnús Skúlason, 22.10.2008 kl. 10:07
Halló! Þetta er ekki allt búið enn með lóðaríið.Nú er Tara byrjuð og verður örugglega lengi, því það er svo langt síðan síðast. Þú mátt búast við mörgum andvökunóttum í viðbót ,bróðir sæll! ! ! Kv. Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.