Kreppan

Ég hef forðast það að tala um kreppuna hingað til en það er erfitt til lengdar. Ég er eins og margir aðrir alveg skíthræddur um að þetta geti endað illa. Þó svo að við stöndum vel þá er svo margt sem getur raskað þeirri stöðu. Við verðum að stóla á að geta fengið þær rekstarvörur sem við þurfum á að halda til að halda okkar striki. Okkar stæsti byrgir tilkynnti okkur það um daginn að á næstunni gætum við ekki fengið vörur nema með 100% álagi. Ásæðan er sú að þeir vita ekki hvað þeir þurfa að greiða fyrir vöruna þegar hún kemur í gjalddaga. Þeir eru með langan gjaldfrest hjá erlendum byrgjum og vita ekki hvað evran kostar þegar gjalddaginn skellur á.

Ég hef hugsað um það oft undanfarið hvað það er mikilvægt fyrir þjóð að geta stólað á innlenda framleiðlsu á matvælum. Hvernig stæðum við í krísu sem er jafnel verri en þessi sem á okkur dynur núna ef við þyrftum að stóla alfarið á innflutning? Það væri ljóta ástandið. Eða "klastur" eins og Benni bróðir hefði væntanlega orðað það. Ég er viss um að allir sem hugsa yfirleitt eitthvað hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja það til í framtíðinni að leggja niður íslenskan landbúnað.

Hér eru linkar sem allir ættu að kynna sér á þessum tímum.

Úr Kastljósinu 16. okt.

Hressileg umfjöllun á bloggi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband