Færsluflokkur: Bloggar

Mamma Mia

Myndin var skemmtileg. Ekki venjuleg mynd heldur bara svona björt og skemmtileg gaman og söngvamynd sem virkaði vel á mann. Maður er nú einu sinni á þeim aldri að ABBA tilheyrði unglingsárunum. Hér er eitt lag sem var eftirminnilegt úr myndinni.

Ég þakka Agli fyrir hvatninguna.


Heimablogg

Vegna fjölda áskorana þá ákvað ég að halda eitthvað áfram að blogga þó að fríið sé búið. Palli er búinn að setja link á þessa síðu hjá sér svo að ég verð að reyna að standa mig. 

Ég byrjaði á því að reyna að læra svolítið á bloggkerfið og breyta útlitinu aðeins. Það er greinilega hægt að gera ýmislegt með þetta dæmi. Setti inn mynd af einum hvolpinum hans Rexa í toppinn.

Já það er hversdasleikinn sem er allsráðandi. Það gengur bara vel í ræktuninni og loksins fór að rigna. Það veitti ekki af því úti er allt að skrælna. Kál-kartöflu og salatgarðurinn er orðinn flottur. Fólkið mitt er búið að reita allan arfann og þetta er allt til fyrirmyndar.

Við Skúli fengum lánað borðtennisborð hjá Benna og settum það upp inní salathúsi. Við vorum orðnir svo góðir í borðtennis eftir Spánardvölina. Okkur vantar bara net til að þetta gangi alveg upp en netleysinu var reddað með strekkiteygjum til bráðabirgða.

Það fer lítið fyrir fjórhjólaferðum. Það er ekkert gaman að ferðast einn og mig vantar ferðafélaga á fjórhjóli. Bjarni Harðar er að vinna í því að fá sér fjórhjól Frá Landmannalaugumog ég bíð spenntur eftir að það gangi. Ég fór með Halla og félögum í góða ferð í Landmannalaugar og Hrafntinnusker fyrir nokkru síðan og er svolítið af myndum hér.

Nú á að skella sér í bíó á Selfoss á eftir "Mama Mía" held ég að myndin heiti. Læt þetta duga í bili.


Fótbolti, rennibrautir, fjall og asnaskapur.

 

Jæja nú erum við komin heim í heiðardalinn og tími til kominn að gera lokablogg um Spánarferðina.

Á sunnudagskvöldið var úslitaleikurinn Spánn-Þýskaland. Við komum okkur á hollenska barinn og fylgdust með leiknum öll klædd í spænka búninginn. Spánverjar unnu og við tóku sömu lætin og eftir fyrri leikinn. Bara gaman.

Mánudagurinn gekk út á sólböð sund og leiki í hótelgaðinum sem skemmtistaffið sá um.

Þar sem það er ákveðin krafa uppi um að maður sé alltaf að gera eitthvað þá var ákveðið að fara í sundlauga rennibrautagarð á þriðjudaginn. Það var bara ágætt. Frekar lítill og þægilegur garður. Fólksfjöldinn var hóflegur svo að biðraðir voru stuttar. Allir skemmtu sér vel og komu lúnir heim.

Síðasti alvöru dagurinn hjá okkur var gærdagurinn. Við tókum strætó og lest til að fara í kláf sem gengur upp á 800metra hátt fjall. Það var að vísu svolítið óhuggulegt í fyrstu að setjast inní svona kassa sem hangir í vírstreng langt yfir jörðu. Það vandist samt ótrúlega vel og varð flótlega skemmtilegt. Stórkostlegt útsýni í allar áttir. Þegar komið var uppá fjallið blasti við bar og lítill veitingastaður. Þarna rétt hjá var svo asnaleiga.Asnalegt Marín og Skúli fóru smá útreiðatúr á asna sem er ákveðin lífsreynsla. Myndir af því í myndasafninu. Við ákváðum að líta aðeins í kringum okkur þarna uppi og þá sáum við helling af fuglabúrum með allskonar fálkum, örnum, gömmum og hvur veit hvað. Það eru sýndar einhverjar kúnstir með þessum fuglum tvisvar á hverjum degi en tíminn okkar var ekki réttur til að sjá sýningu. Það stóð alls ekki til að fara í neina fjallgöngu en einhvernveginn æxlaðist þetta þannig hjá okkur að við þvældumst alveg uppá topp á fjallinu eftis svaka göngustigum og niður að veitingastaðnum aftur eftir krákustigum. Hressing á veitingastaðnum á eftir enda hiti og útgufun með mesta móti. Svo bara inn í kassann aftur og niður fjallið. Við vorum sammála um það að þetta var með því skemmtilegasta sem við gerðum í túrnum. Frábær upplifun.

Já heimferðin var í dag fimmtudaginn 3. júlí. Þó svona heimferðir með tilheyrandi innritun, vopnaleit og biðröðum séu ekki skemmtilegar þá gekk vel og áfallalaust. Lendingin í Keflavík var í harðara lagi enda einhver Spánverji að fljúga rellunni og töluverður hliðarvindur. Ekkert alvarlegt.

Við komust öll heil heim en þó nokkuð bitin af moskító.  Klikkið hér fyrir myndasafnið.

 


Sögustund hjá mömmu

 

Hér kemur smá Spánarpistill í viðbót.

Það var svo sem ekki mikið að gerast hjá okkur I gær. Sólbað í sundlaugargarðinum fyrripartinn og eftir hádegið fórum við í mollið og fengum okkur að borða áður en við versluðum inn. Eftr það bara meiri sólböð og ég fór í smá reddingar í netbankanum og náði mér í evrur í hraðbanka.

Áður en við fórum niður á standgötu þá fóru allir í sturtu eins og við verðum að gera áður en við förum út að borða.

Hér hefur skapst skemmtileg hefð. Mamma les fyrir mig einn til tvo kafla úr bókinn Blá birta. Þetta er saga sem fjallar um hann Jónmund sem er smá saman að hverfa inn í heim heilabilunar. SögustundÞetta hljómar kannski undarlega en þetta er einstaklega notarleg stund hjá okkur þarna á svölunum og ágætis afslöppun fyrir allt labb kvöldsins.

Þannig er með staðsetningu hótelsins okkar að það er töluvert útúr aðal lífinu hér í bænum. Þess vegna verðum við að taka strætó í mis langan tíma. Það er nefnilega að því er virðist alger tilviljun hvaða leið hann fer í bæinn. Stundum fer hann beint en stundum tekur hann sving inná hraðbrautina og þvælist í lengri tima í þveröfuga átt áður en hann snýr við og fer í bæinn. Þegar maður hefur nógan tíma þá skiptir þett ekki máli.

Þegar við erum komin í bæinn er stutt niður á strandgötuna. Þar eru strandbúllur og veitingastaðir í allar áttir og heilmikið líf. Eftir að við höfum fengið nóg af bæjarferðinn þá erum við vön að labba eftir strandgötunni í vestur þangað til við förum yfir flotta göngubrú yfir "ána" Já Spánverjar kalla þetta "Rio" en þetta er í rauninni bara grænbrúnn forarpyttur sem rennur ekki til sjávar nema þegar er flóð. Í þessu eru samt fiskar og skjaldbökur og á kvöldin heyrist mikill kliður í froskum og krybbum. Svo held ég að þarna haldi helvítis moskítóflugurnar sig. Ég hef fullt af bitum á fótunum sem líta út eins og flóabit. Aðrir hafa sloppið betur. En þetta er ekki vandamál.  Við löbbum síðan upp með ánni heim á hótel. Við hótelið er göngubrú yfir ána en fararstjórarnir hafa varað fólk við að nota hana því að þar er oft ráðist á fólk og það rænt.  Við höfum oft notað þessa brú og erum órænd enn.

Nú stendur mikið til í kvöld. Spánn-Þýskaland úrsltaleikur í EM. Spánverjar voru byrjaðir að liggja á flautunni í morgun. Við ákváðum að taka þátt í þessu með því að horfa á leikinn niðrá stönd og vera í stemmningunni. Við keyptum okkur boli spænska landsliðsins svo að við myndum ekki skera okkur úr og svo er það bara ÁFRAM SPÁNN!

Jæja nú ætla ég að fara niður í lobby og sjá hvort það er netsamband. Það er eins og með stætóinn, maður veit aldrei hvar maður hefur það.


Myndband af Spánverjum að fagna


Meiri Spánn

Jæja. Þá er tími fyrir smá blogg. Ég veit ekki hvort nokkur les þetta en ég hef bara ekkert annað við tímann að gera. Ég sit núna út í mollinu okkar, sem er svaka stórt. 2-3 Smáralindir. Það stendur á skilti við inganginn að hér sé ókeypis þráðlaust internet. Sem ég hef ekki fundið ennþá. Við sjáum bara til hvort ég verð að fara bara aftur á hótelið til að koma þessu í loftið.

Annars pirrar það mig hvað hótelið er með mikla okurtilburði varðandi allt. 10 mínutur á netinu kosta 1 evru. Að leigja sér borðtennisspaða (tvö tréspjöld) kostar 5 evrur (yfir 600 kall!) Við Skúli keyptum okkur fína borðtennisspaða á strandgötunni fyrir 3 evrur og spilum svo bara frítt. Snokerborðið kostar 2 evrur leikurinn. (Kostaði bara eina evru á Albir) og svona er allt mjólkað út í eitt. Þeir komast upp með þetta vegna þess að staðurinn er frekar afskekktur og töluvert labb eða strætó til að komast eitthvað annað.

Við erum búin að fara tvisvar á ströndina og vonandi koma myndir af því hér inn. Svo vorum við í sjáfardýragarði í gær  sem var frekar lítill og í raun ekki merkilegur miðað við það sem við höfum séð áður. Samt var gama að kíkja á þetta.

Við borðuðum á veitingahúsi við ströndina í gærkvöldi og eftir það tilltum við okkur á hollenskan bar og horfðum á fótbolta. Spánn-Rússland. Það er sérstök tilfinning að sitja innanum Spánverja og horfa á fótbolta. Mikill hiti í mönnum. Ég er þeirrar náttúru að ég held yfirleitt með því liði sem er að tapa. Þess vegna fór ég að halda með Rússum fljótlega. Krakkarnir sögðu mér að halda mig á mottunni því að annars væri hætta á því að ég yrði laminn. Ég var ekki laminn. Fögnuður spánverjanna var ógurlegur í leikslok. Menn keyrðu flautandi um allan bæ fram á nótt með stóra fána og sátu jafnvel uppá þaki á bílunum. Ég náði smá videó klippu af þessu sem ég reyni að koma hér inn. Í morgun hélt svo liðið áfram að liggja á flautunni. Blóðheitir þessir Spánverjar.

Það stendur til að fara í Tívolí núna seinnipartinn. Við verðum að taka strætó og lest til að komast þangað en við rötum því að sædýragarðurinn er á sama svæði.

Framhald:

Jæja ég fann ekkert netsamband í mollinu. Þar sem stóð  WIFI zone var ekkert samband! Ég fékk mér kaffi í einni búllunni sem var þar og ekkert gerðist. Bara svona læst samband. Kaffiþjónninn bauð mér að komast í sitt samband en ég hugsaði með mér að það er eins gott að klára þetta bara heima í lobbyinu. Svo kem ég þangað og þar verkar ekkert heldur. Dömurnar í lobbyinu reyndust vita gangnslausar í því að redda þessu, fórnuðu bara höndum og sögðu að þetta ætti að verka. Svo að það verur bara að koma í ljós hvort og þá hvenær þessi pistill (sem ég skrifa bara í Word) kemst í loftið. Það er gott að hafa nógan tíma til að eyða í svona vitleysu J

Meira framhald:

Jæja ekkert fór á netið í gær. Annars gekk bara vel. Að vísu eitthvað AMI vesen heima sem Herdís reddaði að sjálfsögðu. Við fórum seinnipartinn í Tivolí eins og til stóð. Það var gaman. Skúli og mamma voru að vísu miklar kellingar og þorðu ekki í “hættuleg tæki” en við Marín tókum aðeins á því. Það vantaði bara Herdísi til að tekið væri almennilega á því. Það var helst Marín sem sá til þess að farið var í tæki.  Við komum seint heim lúin og þreytt.

Ég vaknaði nokkuð snemma í morgun og skellti mér í morgunmat hér á hótelinu til að sjá hvernig hann gengi fyrir sig. Það var bara fínt. Beikon og egg og svoleiðis. Smá tilbreyting frá Coco krispies J.

Jæja nú ætla ég að láta það takast í dag að koma þessu á netið. Við sjáum til

Myndir hér


Sólböð og kínamatur

Lífið gengur sinn vanagang hér á Spáni. Það er með ólíkindum hvað við getum sofið mikið hérna. Förum að sofa á miðnætti og vöknum ekki fyrr en um 10 leitið. Við eyddum mestöllum deginum í hótelgarðinum í gær. Sólbað og sund. Við tókum líka smá tennis á velli sem við leigðum okkur. Það gekk eins og við var að búast ekki sérlega vel enda ekki vanir menn. Borðtennis gekk mun betur en það var svo mikill vindur öðru hvoru að kúlan vildi fjúka út í loftið.

Við notum sterkar sólarvarnir svo að enginn hefur brunnið neitt þrátt fyrir ríkuleg sólböð með sundi. Samt eru allir farnir að taka einhvern lit.

Við fórum í gærkvöldi á sama kínastað og við fórum á um daginn. Það er svo notalegt fólk þar og góður matur. Allir fengu sér önd í þetta skipti. Það er stöðugt áreiti af sölumönnum þegar maður er að borða. Kínastelpur með allskonar  tuskudýr , blikkljós  og drasl og svo kolsvartir niggarar með sólgleraugu og úr til sölu. Skúli keypti tuskudýr af einni kínastelpunni og gaf Marínu.

Ræstingakonan rak okkur út í morgun og þá notaði ég tækifærið og fór í netsambandið með tölvuna. Meira síðar.  Myndir hér


Costa Del Sol Castle Beach

Jæja gott fólk. Nú ætla ég að reyna að blogga um sólardvölina okkar. Þráðlaus internetið hefur legið niðri svo að ég gat ekki notað fartölvuna fyrr en núna.

Það gengur bara vel og allir eru hressir. Skúli er að jafna sig á kvefinu en það hefur verið þaulsætið vegna mikilla sundferða. Við Marín erum farin að verða liðtæk í ólífuáti. Margt annað hefur verið smakkað svo sem froskar. Í gær var einhver hátíðisdagur hjá spánverjum og streymdu allir á ströndina um kvöldið og kveiktu varðelda og duttu í það. Við skoðuðum dýragarðinn í gær og það var bara gaman. Sérstaklega vöktu Lemúrarlemúrarnir athygli okkar. Flottir og skemmtilegir.

Ég reyni að segja meiri fréttir þegar ég nenni. Smá myndasyrpa hér.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband