Færsluflokkur: Bloggar
Svo sem ekkert að gerast. Við Ingvi skruppum í stutta ferð niðrí Skálholtstungu í gærkvöldi. Brunuðum þar um slétta sanda á miklum hraða. Að vísu er Ingvi á Kínahjóli sem er bara 500cc svo að það kemst ekki hratt Nei að sjálfsögðu stilltum við akstrinum í hóf og keyrðum varlega enda töluverð hætta á að lenda í sandbleytu á svæðinu og það er ekki eftirsóknarvert að lenda á kafi.
Var að leika mér að "sjoppa" hér er sýnishorn af niðurstöðunni
Bloggar | 12.8.2008 | 22:39 (breytt kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var fiskidagurinn mikli. Í tilefni af því þá fórum við að fiska. Við Marín tíndum nokkra orma hér út í garði og svo fórum við öll Í Skálholtspoll að veiða. Frábært veður en engin veiði.
Ég man eftir því að Pabbi fór með okkur á þennan stað í gamla daga og sagði að hann ætlaði bara að leggja sig en skyldi sjá um að rota fiskana sem við veiddum. Hann fékk engan svefnfrið.
En í dag eru aðstæður breyttar. Pollurinn allt of grunnur (eða of lítið í ánni). Sem sagt við fórum með öngulinn í rassinum heim. En mikið var þetta samt gaman
Eftir seinni hundaviðrun var haldið í bíó. LoveGuru - bara nokkuð gott grín.
Bloggar | 9.8.2008 | 23:32 (breytt kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég og Ingvi á Spóastöðum skelltum okkur í snögga fjórhjólaferð inn á neðanverðan afréttinn núna eftir hádegið.
Ingvi er búinn að fá sér 500cc Kínahjól og við ákváðum að fara smá æfingarferð. Við tókum hjólin af kerrunum við afleggjarann inn í Einifell og brunuðum þaðan í Einfell. Yfir litla jökulsprænu þar innfrá sem var nokkuð staumþung. Að minnsta kost fannst mér mitt hjól aðeins skrika til. Síðan fórum við upp brekkuna upp að Hagavatni. Hún er alveg ótrúlega brött og full af lausu grjóti. Hjólin græjuðu það samt vel. Það var hvasst og kalt þarna upp við jökulinn.
Á bakaleiðinni komum við í Einifells skálann og fengum okkur nesti í lyngbrekku þar hjá.
Það er landgræðslugirðing við norðurbakka Sandvatns. Ingvi hafði af því spurnir að kindur hefðu brotist inn í hana. Við tékkuðum á þessu og þarna voru ca 20 kindur sem við rákum út. Ekkert rafmang var á rafmagnsgirðingunni og því viðbúið að kindurnar hafi labbað bara inn aftur þegar við hurfum á braut.
Vegna þess að við vorum svo snöggir í ferðum þá ákváðum við að skreppa aðeins inn í Fremstaver áður en við héldum heim. Fín ferð og frábært veður. Nokkrar myndir hér
Bloggar | 4.8.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á föstudeginum núna um verslunarmannahelgina var veðrið alveg frábært. Mikill þrýstingur frá sumum um að það skuli fara í útilegu varð til þess að við skelltum okkur í Þjórsárdalinn.
Fyrst ákvað ég að nota kerruna sem fylgdi sláttutraktórnum til að fjarlægja steinaröð sem átti að afmarka grasblettinn hér við húsið. Ég hengdi kerruna aftan í fjórhjólið og fyllti hana af níðþungum steinum (ættaðir úr Baugstaðafjöru) Svo var keyrt af stað. það fór frekar illa því kerran valt og úr henni allt. Þá var frekari steinaflutningi frestað til betri tíma.
Svo var haldið í Þjórsárdalinn. Fellihýsinu tjaldað í Sandártungu. Þar er flott og þægilegt tjaldstæði. Mannfjöldi hóflegur og bara allt eins og best verður á kosið. Þó að þetta sé merkt sem fjölskyldutjaldstæði þá var þarna slatti af unglingum á eigin vegum. Þeir voru bara ágæt og enginn hávaði eða læti í kringum þau.
Útilega gekk fyrir sig eins og aðrar útilegur. Grill og göngutúrar. Sykurpúðar grillaðir og spilað o.s.frv.
Á laugardagsmorgninum fórum við Skúli heim og tékkuðum á stöðinni og viðruðum hundana.
Þegar við komum aftur í Þjórsárdalinn þá fórum við í bíltúr. Komum við í sundlauginni og fórum þaðan inn í Hrauneyjar og fengum okkur ís. Á bakleiðinni komum við í Búrfellsstöð. Þar vorum við svo einstaklega heppin að rekast á Svein Kristinsson.(Mynd á Palla bloggi) Hann tók okkur niður í dulda heima í kjallara stöðvarinnar. Það var bæði ógleymanlegt og fróðlegt. Takk fyrir þetta Sveinn.
Það fór að koma súld um kvöldið og það var allt hundblautt þegar við tókum saman í morgun. Fín helgi hjá okkur. Nokkrar fleiri myndir hér
Bloggar | 3.8.2008 | 21:44 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rosalega heitt í dag. 28,5°C á mæli hjá okkur og síritinn fyrir stýritölvurnar í gróðurhúsunum fór alveg uppí 30 stig um og eftir kl 4. Ennþá heitt núna í kvöld þótt klukkan sé um hálf tólf.
Viðraði hundana eftir kaffið niðrá Bakka. Þeir kunnu aldeilis að meta það að geta sullað í vatninu og kælt sig aðeins niður. Ég tók helling af myndum og hér eru nokkrar þeirra.
Núna í kvöld fórum við gamla settið með börnin sem eru enn í hreiðrinu uppá Geysi og snæddum dýrindis kvöldverð í tilefni af silfurbrúðkaupinu. Já 25 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Bloggkerfið hrundi alltsaman og er allskonar rugl í gangi þess vegna.
Bloggar | 30.7.2008 | 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já ég fór í afskaplega skemmtilega fjórhjólaferð í gær. Með Bjarna vini mínum Harðarsyni og syni hans Agli. Þeir feðgar höfðu að vísu tekið forskot á sæluna og hafið ferðina á miðvikudagskvöldið með því að sækja fjórjólin (sem þeir leigðu) til Reykjavíkur.
Bjarna tókst með einhverjum ótrúlegum hætti (sem honum er einum lagið)að drekkja hjólinu sínu uppá Hellisheiði svo að fimmtudagurinn fór að mestu í að koma því í ökufært ástand aftur.
Þeir feðgar héldu síðan síðdegis inn á hálendið og gistu í Hlöðuvallaskála aðfaranótt föstudagsins ásamt söngglöðum skagfirskum hestamönnum. Við höfðum mælt okkur mót í Úthlíð í gærmorgun og þar hittumst við um 10 leitið. Þá var ástandið þannig að það var spungið á framdekki á hjólinu hans Bjarna. Eftir að hafa þegið kaffi hjá Birni bónda í Úthlíð og rætt við hann um það meðal annars hvað Tungnamenn hafi verið miklir aumingjar gegnum aldirnar, þá var haldið með hjólið hans Bjarna til þeirra bræðra Guðmundar og Lofts á Iðu. Þar var gert við sprungna dekkið og spjallað eins og gengur.
Á leiðinni upp í Úthlíð aftur komum við í Bjarnabúð og fengum okkur hressingu og Bjarni (Kristinsson) gaf öllum ís í eftirrétt.
Plott af leiðinni úr GPS tækinu mínu
Það fór svo að lokum að ferðin hóst (mín ferð þ.e.a.s.) Við ákváðum að fara leið sem liggur frá Úthíð I norður vestan við Bjarnarfell og Sandfell og inná línuveginn. Ég fór þessa leið einu sinni að vetri til með Ingva á Spóastöðum og þá frá línuveginum í Úthlíð.
Leiðin var afskaplega ógreiðfær og erfið. Niðurgrafin djúp hjólför, karga þýfi, urð og grjót og yfirleitt allar aðstæður. Smá saman hætti slóðinn að vera bílaslóði og breyttist í óljósan hestaslóða. Þingmaðurinn var farinn að hafa áhyggjur af því að þetta væri farið að jaðra við að vera utanvegaakstur. Slíkt er að sjálfsögðu alveg bannað og svoleiðis gerum við ekki. En slóðin varð greinilegri og að lokum fylgdum við vegi sem fylgdi landgræðslugirðingu. Það var svo okkar hlutskipti mestan tímann. Mikill hristingur og skakstur sem reyndi verulega á menn og tæki.
Veðrið var alveg ótrúlega gott. Við vorum fáklæddir og berhentir og samt var okkur heitt. Við stoppuðum oft og spjölluðum og það veitti ekki af að drekka heil ósköp við þessar aðstæður.
Eftir langa og góða kaffipásu í fjallakyrrðinni þá fór loksins að styttast í línuveginn. Það var mikill léttir að komast á hann. Loksins var hægt að spretta aðeins úr spori. Vegna þess að þetta hafði tekið svo langan tíma þá ákváðum við að halda beint í Hlöðuvallaskálnn. Ferðin þangað tók stutta stund. Lítil umferð en við hittum hestamenn með rekstur á leiðinni.
Á Hlöðuvöllum voru fyrir nokkrir göngugarpar og það var spjallað eins og gengur. Bjarni hellti uppá dýrindis ketilkaffi og við fengum okkur smávegis í svanginn.
Svo var það bara heimferðin eftir. Nú skildu leiðir. Ég fór einn í áttina að Úthlíð um Hellisskarð en Bjarni og Egill héldu til Reykjavíkur um Þingvelli. Mín heimferð gekk áfallalaust. Einmanalegt að vísu en það er eðlilegt þegar maður er einn á ferð til fjalla.
Það bilaði hjólið hjá Bjarna á leiðinni til Reykjavíkur svo að þeir feðgar skildu það eftir og tvímenntu á Egils hjóli til Reykjavíkur.
Þetta er nú eiginlega hætt að vera blogg heldur frekar ritgerð svo að ég læt hér staðar numið.
Takk fyrir góðan og skemmtilegan dag J
Hér er smá videó klippa
Fleiri myndir úr ferðinni hér
Bloggar | 26.7.2008 | 10:32 (breytt 3.8.2008 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mögnuð fjórhjólaferð í dag. Of þreyttur til að græja blogg um hana núna en ég græja það væntanlega um helgina.
Bloggar | 25.7.2008 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tumi lenti í því sem hvolpur að þegar hann var að snuðra í kringum hestana hans Benna þá rak hann nefið í rafmagngirðinuna og fékk rosa raflost. Hann kenndi að sjálfsögðu hestunum um þetta og hefur varast þá síðan. Hann tekur alltaf lykkju framhjá hestum sem verða á vegi hans. Þetta ástand hefur hvorki skánað né versnað þessi 8 ár sem Tumi hefur lifað. Nú lenti Tumi í því fyrir nokkrum vikum að reka sig aftur í rafmagngirðingu. Þá voru hestar ekki nálægt. Að minnst kosti 100 metrar í næsta hest. Ég hugsaði með mér að þarna myndi Tumi sjá að hestarnir væru ekki valdir að þessum ósköpum. Nei það er öðru nær. Nú heldur Tumi að hestar geti meitt hann á 100m færi. Ef það eru hestar í girðingu þá gengur Tumi ekki veginn sem er næstur girðingunni. Þetta ástand gerir hundaviðrun mjög erfiða hér á svæðinu.
Bloggar | 22.7.2008 | 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þar sem lífið gengur út á það að rækta og pakka salati þessa dagana sem er yfirleitt staðan hér, þá er tilvalið að setja inn myndir úr salatinu. Svo eru hér líka myndir af pallsmíðum Páls.
Annars er það helst að frétta af fjölskyldunni að Ella og Steinar voru hér í heimsókn um helgina. Í tilefni af því var VIKING fellihýsið reyst. Svona smá útilegufílingur fyrir þau. Vonandi tekst okkur að nota fellihýsið eitthvað meira í sumar. Herdís og Sævar eru komin frá Kóngsins Köbenhavn úr velheppnaðri heimsókn til Guðnýjar og Bigga. Annars eru allir bara nokkuð hressir nema Marín er með kvef
Hér er myndband af salatpökkun með græjunum okkar.
Bloggar | 21.7.2008 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var búinn að lofa að setja inn fleiri myndir héðan að heiman. Nú er að reyna að standa við það. Hér er mynd af borðhaldi út í garði þar sem nýja garðhúsganasettið er notað. Það kemur bara vel út og stólarnir eru afskaplega þægilegir. Ekki sakar að taka fram að steikin var afskaplega gómsæt svo ég tali nú ekki um rauðvínið.
Ég var búinn að hæla kálgarðinum hér í öðrum pistli. Ég tók myndir af honum líka og læt þær fylgja hér með því að Guðný bað um það. Ég veit ekki hvernig kálgarðsmyndir mælast fyrir en það kemur í ljós.
Ég setti nokkrar aðrar myndir inn á Picasa. Þar á meðal eru hundarnir og mynd af framkvæmdum við pallinn hjá afa. Þar er búið að rífa af gömlu klæðninguna og stendur til að setja nýja. Annars veit ég ekki mikið um það mál.
Ekkert sérstakt í gangi í dag. Salatskurður og pökkun eins og alltaf á mánudögum. Hundaviðrun eins og venjulega. Sem betur fer er ekkert lóðarí í gangi þannig að hundarnir skiluðu sér með mér heim eins og þeir eiga að gera.
Við Skúli tókum nokkra borðtennisleiki núna í kvöld og okkur fer mikið fram.
Bloggar | 14.7.2008 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar