Jólakötturinn -taka tvö-

Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir allt gamalt og gott 

Jólakötturinn heldur áfram að vera hér öðru hvoru okkur til skemmtunar.

Með því að breyta aðeins stillingum og uppsetningu á sjálfvirku myndavélinni sem áður var getið, þá tókst núna í nótt að ná smá myndbandsbútum af kettinum. Við höfum reglulega sett eitthvað góðgæti hér útá stétt og kisa veit nú orðið að það er að minnsta kosti einn staður þar sem von er um æti. Í gærkvöldi fékk sú bröndótta smá sneiðar af grillaðri gæsabringu og rjómabland með. Þetta er að vísu fæða sem myndi frekar sæma konunglegum köttum en ekki einhverjum villiketti uppá íslandi. En það var nú einusinni gamlárskvöld. Kisa kom og gæddi sér á þessu rétt fyrir miðnættið. Það var mjög athyglisvert að hún kippti sér ekkert upp við sprengingar sem glumdu um allt hverfið.

Videóin sem eru hér fyrir neðan eru tekin um kl. 2.30 í nótt. En samkvæmt græjunni þá var kisa á ferðinni aftur um kl. 3, kl.5 og síðast kl. 9.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...styttist í hundaeigninni :)

pms (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:08

2 identicon

Jaááá - þið eruð sko "mitt fólk"! Svona að koma fram við kattartrýnin kæru. Rjómi og villibráð!

Dásamleg lesning! Er ekki líka örugglega búið að "knúsa" kisu? Sennilega ekki - en það kemur og er ekki slæm tilhugsun. Braðum verður kötturinn orðinn mikill vinur staðarhundanna; þekki slíkt vel.

Nú er allir kátir í kotinu og kisi mest!

Ekki mun ég yrkja par- að sinni.

H. ég.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:12

3 identicon

Mjáá, mér finnst gott að fá mat. Mér finnst mjááá, líka gott að komast inn í hlýju. Get ég ekki örugglega treyst ykkur, ég er nefnilega köttur - og tekki viss mjáá´, fyrr en ég hef fullreynt. Mjááá´

og mjááá fyrir mig. Þetta var góður matur og ég get alveg drukkið mjááá´meira rjómabland. -Ætlið þið mjááá´að vera fólkið mitt?

Jólakötturinn kæni

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband