Betra að taka skömmunum en höfnuninni.

Til að þetta blogg mitt leggist ekki endanlega af þá ákvað ég að setja inn smá klausu.

Eins og er sit ég inni í stofu á föstudagsmorgni meðan Sigurlaug ryksugar allt í kringum mig. Ég fór í speglunaraðgerð á hnénu mínu í gær og er enn ekki fær um að gera neitt ærlegt. Mér finnst strax að þetta sé að skána svo að ég er bjartsýnn á að vera  vinnufær í næstu viku.

Fyrirsögnin hér tengist tvennu. Ég kíkti inn í veiðibúð í gær og skoðaði riffil sem Mundi mágur benti mér á. Þetta er flottur gripur sem kostar líka sitt. Ég kvaddi sölumanninn með þeim orðum að nú þyrfti ég bara að semja við konuna um að fá að kaupa gripinn. "Það getur verið betra að taka skömmunum en höfnuninni" svaraði hann. Það getur verið sannleikur í því. Að minnsta kosti ákvað Skúli minn að láta á það reyna. Hann kom heim með PS2 tölvu í gær sem hann keypti af skólabróður sínum. Í algjöru leyfisleysi. Trúlega hefur hann haft svipað í huga og byssusölumaðurinn. 

 Annars hefur þetta bloggleysi mitt stafað að miklu leyti af því að facebook hefur yfirtekið í bili. Að vísu er bara hún Helga mín sem hefur kvartað enda eru trúlega ekki margir aðrir sem kíkja á þetta. Annars væri gaman að fá Helgu inn á facebook. Ef þú lætur reyna á það Helga þá skal ég leiðbeina þér :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja loksins komin ný færsla! Ég sé að ég þarf að fara að kíkja í byssubúðir ef maður fær svona líka fína sálarhjálp! Annars skil ég svosem mjög vel sjónarmið ungra drengja með mikla græjufíkn! :) Bkv. Birkir

Birkir Kúld (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:19

2 identicon

hahaha hann bróðir minn er nú alveg snillingur... Hvaða bissness er Skúli kominn í, vona að hann hafi allavega prúttað um verðið á leikjatölvunni

Guðný (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:01

3 identicon

Er mætt á fésbókína! Hjartans þakkir fyrir yfirvofandi leiðsögn!

Hér er mynd af Darra , syni mínum og svo önnur af Diljá dóttur minni og svo til upplyftingar líka af mér:.

Gott að eiga yfirvofandi leiðsögn! Ekki veitir nú af!

 til pennavinar míns frú Sigurlaugar.

Takk fyrir að vilja hafa mig með... og leiðbeina

Hlýjar kveðjur í Hveratún - and vanda

helgaag1@gmail.com

 Hér á eftir mun ég senda myndakort í Hveratún!!! í venjulegum netpósti.

H.Ág

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:11

4 identicon

Hef tekið eftir snjöllum unglingum sem hafa líka reiknaðu út dæmið og séð að skammirnar taka fljótar af en höfnunin...

Svo er líka hægt að setja eyrnalokurnar á ;)

Skúli (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:37

5 identicon

Unglingar og eyrnalokur?Það eru vart til sterkari samstöðuöfl í þjóðfélaginu. Lokurnar á- "svipinn" upp ....  málið dautt.

EN stundum er það nú svo að unglingurinn er einmitt að missa af einhverju með þessu, því það fer mikil orka í að halda bæði svip og lokum, svo nokkru nemi.

þannig er nú það. Og menn "fatta " það stundum seinna; sumir löööngu seinna.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband