Jæja, þolinmæði þrautir vinnur allar. Eins og fram hefur komið þá er ég búinn að reyna að taka myndir af villdýrum út í náttúrunni undanfarið. Til þess nota ég góða græju sem heitir útlensku "Trail Camera" En hún tekur myndir þegar hún skynjar hreyfingu.
Ég notaði sviðakjamma sem ég festi við hæl sem agn og stillti þessu upp á laugardaginn út við Puttapoll. Þar taldi ég mig hafa fundið refagreni (annað kom á daginn)
Á sunnudaginn fór ég að vitja um en sá engin ummerki. Ég kíkti aftur á þetta í gær og það var alveg eins. Ég fór því aftur núna síðdegis með það í huga að taka græjuna og færa hana á einhvern vænlegri stað.
Það var ánægjulegt í meira lagi þegar ég sá að það hafð imikið gengið á við grenið. Aðeins bert kjálkabeinið var eftir fast við hælinn sem ég hafði rekið niður.
Ég gat varla beðið með að komast heim með græjuna til að skoða hvað hefði gengið á. Það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti. Meira en 100 myndir í græjunni. Mús var með aðalhlutverkið á fyrstu myndunum. En kl. 19.30 í gærkvöldi skeði eitthvað verulegt. Kjamminn var allt í einu ekki á sama stað. Á næstu myndum kom í ljós minkur. Það er engu líkara en minkurinn hafi smá saman vanist öllu þessu flassljósi sem græjan skellti á hann. Ekkert var gefið eftir og hreinlega allt étið upp í nótt.
Að vísu var veðrir allskonar meðan á myndatökunni stóð þannig að stundum er snjór eða bleyta á linsunni. Þannig að myndirnar eru sumar í móðu en það finnst mér aukaatriði.
Mikið ósköp finnst mér þetta annars skemmtilegar og spennandi "veiðar"
Ég notaði sviðakjamma sem ég festi við hæl sem agn og stillti þessu upp á laugardaginn út við Puttapoll. Þar taldi ég mig hafa fundið refagreni (annað kom á daginn)
Á sunnudaginn fór ég að vitja um en sá engin ummerki. Ég kíkti aftur á þetta í gær og það var alveg eins. Ég fór því aftur núna síðdegis með það í huga að taka græjuna og færa hana á einhvern vænlegri stað.
Það var ánægjulegt í meira lagi þegar ég sá að það hafð imikið gengið á við grenið. Aðeins bert kjálkabeinið var eftir fast við hælinn sem ég hafði rekið niður.
Ég gat varla beðið með að komast heim með græjuna til að skoða hvað hefði gengið á. Það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti. Meira en 100 myndir í græjunni. Mús var með aðalhlutverkið á fyrstu myndunum. En kl. 19.30 í gærkvöldi skeði eitthvað verulegt. Kjamminn var allt í einu ekki á sama stað. Á næstu myndum kom í ljós minkur. Það er engu líkara en minkurinn hafi smá saman vanist öllu þessu flassljósi sem græjan skellti á hann. Ekkert var gefið eftir og hreinlega allt étið upp í nótt.
Að vísu var veðrir allskonar meðan á myndatökunni stóð þannig að stundum er snjór eða bleyta á linsunni. Þannig að myndirnar eru sumar í móðu en það finnst mér aukaatriði.
Mikið ósköp finnst mér þetta annars skemmtilegar og spennandi "veiðar"
Meira af myndumá FaceBook
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja,há! Svo refurinn var minkurogmús! Það þykir mér skemmtilegt. Annars finnst mér eitthvað spennandi við andlitið á minknum; einhver "jæja, svo þú heldur að þú getir eitthvað? Bíddu þangað til ég bít þig!" En ég ætla ekkert að bíða eftir því.
Finnst einhvern veginn ég hafi alveg misst af því hvað varð um þann hluta dýrsins sem var mús, en kannski má það einu gilda.
Annars skal nú spurt í stríðnislegri forvitni (en með FULLRI virðingu fyrir þessu tómstundagamni):... og hvað leynist nú fleira af undursamlegum viðfangsefnum hjá heimilisfólkinu í Hveratúni? Er nú ekki "feitt á stykkinu" víðar? - Annars sé ég það núna, þegar ég skoða stóru myndina af "minkogmúsinni" að hún minnir mig á einhvern karl, sem ég þekki vel - í bæði fýlu og vondu skapi, einhvern veginn svona!
Þá er að hafa sína persónu brott af þessu veiðisvæði - best að lenda ekki í myndatöku óforvarendis, eins og ég lít út núna; verri en sjálf minkómúsin!
Með kveðju til næstu viðfangsdýra? - og græjunnar góðu!
Helga Ág.
Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 06:38
Þræl flott! Hey á ekki að leggja út gildru?
Ingó (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:55
Mér líður alltaf eins og "fíbbli" þegar ég er beðin um að svara ofanskráðu; samlagningunni. Er samt víðáttuljóst að svo verður að vera, svo eigi komist ógreindir að. Annars var ég í kaffi hjá honum Dóra gamla á Litla-Fljóti núna seinni partinn... og skelfing sem allir hafa nú gott af því.
Minkómúsakveðjur
Helga Ág.
Þarf ekki í kennarahlutvekið fyrr en á þriðjudag... Yess (eins og
börnin segja blíðust hver
best er nú að gá að sér
ort nú hef ég eitthvað hér
,,, nei nú fer ég tilo Gylfa!!
verð bara að fá ei-kkvað viððessu!
hihi, he,ehe
Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.