Greni

Fór út á Bakka í dag með það í huga að setja upp myndatöku á villidýri.

Ég keypti mér sviðakjamma í Bónus og festi hann við hæl með vír. Þetta skyldi vera agnið til að laða að villidýrið til myndatöku með græjunni góðu.

Þegar ég kom á staðinn sem ég hafði hugsað mér sem hentugan til uppsetningar þá tók ég eftir slóð sem ég rakti smá spotta og endaði ofan í holu. Skítur við slóðina gaf mér til kynna að hér væri ekki um minnk að ræða heldur ref. Ég setti því græjurnar upp við opið á greninu eins og myndin sýnir. Nú bíð ég bara spenntur eftir því að "vitja um" á morgun seinnipartinn. SPENNANDI!

P1240083


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 já minn bara óbugandi - og kominn enn á kreik! Það er skemmtilegt að fylgjast með þessu, því ekki kann ég sjálf á neitt af þessu, Hef hins vegar í fyrri skrifum bent á grimmdarkvikindi til myndunar. En það er annað mál.

EN sé ég rétt að þú hafir skilið allt ætilegt eftir á kjammanum? ´Ja, mikill má þá þinn höfðingsskapur vera. Gott að vera villidýr í þínum heimahögum.

Savo vitjar þú um ferð  "kúkaslóðina"- og kannski sjáum við þá Rebba sjálfan!!! Verð að bæta því hér við - fyrst við erum nú komin á refaveiðar - að orðin refur og rebbi hafa sérstaka merkingu í mínum orðaforða; kunnugri þekkja þetta afar vel.

"Rebbinn sjálfur! - Alveg var þetta refagott; Þetta var öldungis hlemmi-refa-gott!"

Svo nú bíða allir eftir alveg hlemmirefagóðum myndum af rebba sem var að kúka við grenið!

Öldungis hlemmirefagóð kveðja

í Hveratún - hún Sigurlaug á stærri partinn í þessu!!!

Og svo vonast ég eftir stórfenglegum myndum af fyrrgreindri "kúkaslóð" (ég kann ekki að nota orðið skíta... rétt get komið því frá mér út um fingurna!!!).

Helga Ág.

í

Hvívetna

(nýja heimilisfangið mitt)

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband