Tilburðir til að mynda villidýr

Sælt gott fólk.

Í framhaldi af frekar góðum árangri við að  taka myndir af jólakettinum þá ákvað ég að setja þessa áráttu á örlítið hærra plan. Nú skyldi taka mynd af alvöru villdýrum. Þá var ég reyndar með MINK í huga.

Eftir að hafa hugsað um þetta fram og aftur þá ákvað ég að leggja í hann. Ég spurði frúna hvort hún ætti eitthvað kjöt í kistunni sem líklegt væri að við myndum aldrei éta. Hún þvertók fyrir það. Svo að nú var úr vöndu að ráða. Mér datt í hug að fara bara af stað með haglarann og skjóta einhvern fugl en hætti við það snarlega því að það er lítið um almennilega fugla á þessum árstíma. Þá datt mér í hug að kíkja í frystiskápinn hans pabba. Þar kom í ljós mikið magn af kæfu sem einhver góðhjörtuð kona hafði borið í hann reglulega en einhverra hluta vegna þá var kæfan ekki étin heldur safnaðist bara upp í frystinum. Sá gamli veitti mér fúslega leyfi til að taka eina dollu af kæfu. Honum þótti þetta bara spennandi verkefni sem ég var að leggja í.

Ég smíðaði sérstakt statíf til að halda myndavélinni bushnell_11-9830og skellti síðan myndavélinni statífinu og kæfunni í kassann á fjórhjólin og fór út á Bakka.

Eftir að hafa þrætt árbakkann í leit að heppilegum stað þá rakst ég á dauðan lax sem maraði í hálfu kafi. Ég tók hann með því hann hlýtur að vera gott agn fyrir villidýr.

Loks fann ég stað sem leit út fyrir að vera heppilegur til að setja upp "myndverið". Við smá poll aðeins frá árbakkanum. Því ég þorði ekki að hafa þetta of nálægt ánni ef það skyldi hækka í henni.

Ég vandaði mig mikið við að koma öllu fyrir.lax2 Því ég ætlaði að ná góðri mynd af grimma minknum.

Jæja. Í morgun var ég farinn að hafa áhyggjur vegna þess að það er búið að rigna svo mikið. Ég fór því eftir hádegið til að kíkja á aðstæður. Marín kom með mér á fjórhjólinu mér til halds og trausts.

Þegar við komum út á bakka þá leist mér ekki á blikuna. Það hafði hækkað mikið í ánni. Miklu meira en ég bjóst við.

Það var töluvert mál að komast út á bakkann þar sem græjan var þrátt fyrir fjórhjóladrifið. En við Marín komumst þangað með þrjóskunni.

Nú tók verra við. Ég sá græjuna hvergi. Ég var farinn að halda að ég væri á vitlausum stað en varð svo að sætta mig við þá staðreynd að myndavélin var á kafi. Já alveg á bóla kafi. Það hafði hækkað ca. 70 sentimetra í ánni síðan í gær og myndverið allt horfið. lax3Okkur tókst að ná myndavélinni upp og hún var að sjálfsögðu full af vatni. Þó að hún sé gerð til að vera úti í allskonar veðrum þá er þetta nú trúlega of mikið.

Þegar við komum heim þá reyf ég vélina í tætlur og setti hitablásara við hana og þurrkaði. Sem betur fer virðist hún ENN VIRKA. Þannig að ég get kannski reynt aftur að taka mynd af minknum grimma.

  Ef þið rýnið í þessa mynd sjáið þið rautt punkatstrik sem sýnir ca. vatnshæðina í dag!

Og að lokum er mynd sem græjan tók þegar ég var búinn að stilla henni upp. Það hefði nú verið flott að ná mynd af mink þarna! En þannig fór þetta nú! Gengur bara betur næst.

lax1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Cool verður gaman að fylgjast með þessu. Kveðja

Kristín Jóhannesdóttir, 4.1.2009 kl. 23:38

2 identicon

Ágæti tökumaður,

Skelfingar ósköp sem ég varð fegin að sjá að þú hafðir Marín með þér til halds og trausts. þú hefðir "sko barasta allsekki veriða meikaða - nóvei" ef hennar hvatningar og stuðnings hefði ekki notið við í þessarri Bjarmalandsför.

En grefilli sem þú ert hugkvæmur í uppsetningum á myndverum, kæfunámi o.fl. (býst ég við) - En nefnandi kæfueign eldri herramanns, þá vil ég nefna að góðvinur minn einn, býr við þá skelfing að kvenkynið er alltaf að færa honum sultu"tau" - eins og gamla fólkið sagði. Honum finnst sulta VOND! En hann er kurteis (þótt eigi sé af Hveratúnskyninu) - og fleygir aukinheldur engu; ættir að sjá krukkuraðirnar á þeim bæ. Æ,æ.

Nú, nú en minkurinn vondi finnst mér algert kvikindi að sýna sig ekki þegar þið feðgin hafið haft meira við til að mynda hann fyrir samkvæmissíðurnar í "Séðinu og heyrtinu". Já, og laxinn, bara steindauður í stað þess að sprikla í höndum Marínar á meðan pabbi myndaði. Iss, "erðanú" skepnur!

Hitt er svo annað: ef þú ert einarður í að mynda grimmdarkykvendi(réttdræp!) ... hefurðu þá leitt hugann að því að mynda t.d. grunnskólakennara í "aksjón",  þegar þeir halda sig óhulta?

Væri það e.t.v. hugmynd til íhugunar;sárabótar? Þú gætir varpað þessu fram við aðra heimilismenn, en bara ekki segja hvur nefndi þetta við þig.( Þetta er þó ENGAN veginn að skilja sem svo að neinir á ykkar eðla heimili hafi sýnt tilburði né gefið slíkt í skyn) - Sé þig bara í hugarsýn, varpandi þessarri tillögu fram kurteislega, yfir kvöldmatnum!

En hvernig sem því verður nú háttað, þá vona ég að "græjunni góðu" heilsist sem best, þrátt fyrir vosbúð og hrakninga að íslenskum sið, fornum. Enda sé ég á frásögninni að "dregin hafa verið af henni vosklæðin og henni gott gjört".

Annars er ég nú að vanda "á leiðinni til Bjarna Harðar" málvinar okkar, sem ég heimsæki alltaf "í gegnum" þig.

Þá er bara að þakka fyrir sig og hafa sína persónu á brott

með góðum kveðjum

 til pennavinar míns frú Sigurlaugar

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband