Það er skammt stórra högga á milli hér í Hveratúni.
Hekla notaðir bílar settu auglýsingu í blöðin á laugardaginn. Þar var boðið upp á það að ef maður kæmi með bíl til þeirra sem væri skoðaður 09 þá tæku þeir hann upp í jeppling á 500þús. sama í hvernig ástandi hann væri. Við fórum því af stað á Pajerónum því Biggi fór með hann í skoðun eftir áramótin. Til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að við fórum heim á flottum Mitsubishi Outlander 2005 árgerð
Þar sem Outlanderinn er svo flottur þá er ekki hægt að bjóða honum uppá að leysa Pajeróinn af í ruslakeyrslunni. Þess vegna var ákveðið að kaupa traktór. Við fórum á Selfoss og keypum sérlega flottan gamlan Massey Ferguson 390T með ámoksturstækjum (Ný sprautaður og fínn). Hann tekur við af Pajerónum í ruslakeyrslunni og svo er hægt að nota hann í margt annað. Snjómokstur og fleira. Hér er mynd af eins traktór (að vísu er þessi ekki með ámoksturstækjum)
Nei það er ekki niðursveifla í Hveratúni (segja sumir)
Hér er svo að lokum mynd af Herdísi í busavikunni
Flokkur: Bloggar | 3.9.2008 | 21:27 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna, ekki myndi ég vilja mæta Herdísi á traktornum á förnum vegi...
Elín (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:33
það er aldeilis búið að uppfæra flotann í hveratúni :) gaman að því... hérna hefur maður bara hjólhest og tvo jafnfljóta :)
Guðný (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.