Bílaviðskipti og traktórskaup.

Það er skammt stórra högga á milli hér í Hveratúni.

Hekla notaðir bílar settu auglýsingu í blöðin á laugardaginn. Þar var boðið upp á það að ef maður kæmi með bíl til þeirra sem væri skoðaður 09 þá tæku þeir hann upp í jeppling á 500þús. sama í hvernig ástandi hann væri. Við fórum því af stað á Pajerónum því Biggi fór með hann í skoðun eftir áramótin. Til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að við fórum heim á flottum Mitsubishi Outlander 2005 árgerðMitsubishi_Outlander

Þar sem Outlanderinn er svo flottur þá er ekki hægt að bjóða honum uppá að leysa Pajeróinn af í ruslakeyrslunni. Þess vegna var ákveðið að kaupa traktór. Við fórum á Selfoss og keypum sérlega flottan gamlan Massey Ferguson 390T með ámoksturstækjum (Ný sprautaður og fínn). Hann tekur við af Pajerónum í ruslakeyrslunni og svo er hægt að nota hann í margt annað. Snjómokstur og fleira. Hér er mynd af eins traktór (að vísu er þessi ekki með ámoksturstækjum)P_196_C_1

Nei það er ekki niðursveifla í Hveratúni (segja sumir)

Hér er svo að lokum mynd af Herdísi í busavikunni Devil58548


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna, ekki myndi ég vilja mæta Herdísi á traktornum á förnum vegi...

Elín (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:33

2 identicon

það er aldeilis búið að uppfæra flotann í hveratúni :) gaman að því... hérna hefur maður bara hjólhest og tvo jafnfljóta :)

Guðný (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband