Allskonarblogg

Smá blogg.

Það er komið soldið haust í veðrið hjá okkur. Rok og rigning í gær.

Sultugerðin gekk vel. Sigurlaug fékk uppskrift hjá Guðfinnu og rifsberin eru nú orðin að dýrindis hlaupi.  Bláberin sem Herdís tíndi á Miðengi eru orðin að sultu (allt nema það sem fór á skyrið)

Stéttin mikla er komin í fulla notkun. Þetta  flokkast undir samgöngubætur hér á svæðinu. Ég læt fylgja hér fyrir neðan video klippu af stéttinn til að þeir sem hafa ekki aðstöðu til að sjá þetta með eigin augum geti upplifað þetta aðeins Wink

Við fórum á Menningarnótt og tjölduðum fellihýsinu í Laugardalnum. Kíktum á tónleikana á Miklatúni og sáum síðan flugeldasýninguna. Elín og Steinar buðu okkur svo í morgunmat eldsnemma á sunnudeginum áður en við horfðum  á úrslitaleikinn hjá þeim.

Í bæjarferðinni þá notuðum við tækifærið og skoðuðum hvolpana hans Ingólfs. Hann er að reyna að koma sér upp sérstakri hvolpasíðu til að kynna þetta hjá sér því að það verður að sjálfsögðu að selja þessi grey. Slóðin á hvolpasíðuna er Labrador.blog.is

Annars bíð ég spenntur eftir því hvort það séu hvolpar í tíkinni hans Tuma. Það ætti að liggja fyrir eftir svona  tvær til þrjár vikur. Það er mikil „EF“ umræða  hér í gangi. Semsagt EF það koma hvolpar. EF það kemur svört tík. Þá er það jafnvel meiningin að við myndum taka hana.  Já við erum að hugsa um að fá svarta tík úr gotinu ...EF...  Hefur nokkur annars tillögu að góðu nafni á svarta labbatík? EF þetta verður staðreynd... Tillögur vel þegnar Woundering

Herdís er farin í ML og Skúli og Marín í skólann. Það er orðið mjög róleg hér í kotinu svona yfir daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IFFÝ skal hún heita :)

Páll M Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:14

2 identicon

Hmm hvað með Aida :)

Egill (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:33

3 identicon

Nei hún á að heita Erla Perla Karmella Karolína Nátthúfa Tískubulla Tumadóttir

Marín (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:53

4 identicon

Flott stéttin, sérdeilis prýðileg! Bella skal hún heita.

Guðný (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:07

5 identicon

Hey hvernig væri að kalla hana Fröken T?

Ingó (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband