Það er allt að gerast. Stéttin mikla var steypt í gær. Það gekk alveg ljómandi vel og hún tekur sig vel út. Sævar og Robert voru á hjólbörunum og við Herdís að leggja niður. Skúli sá um að hysja upp netið. Nú er líka búið að laga í kringum hana.
Við Skúli fengum þökur á Spóastöðum og lögðum þær mjög faglega á svæðið við stéttina. Þetta er bara helv. gott hjá okkur. Ég set inn mynd af áranginum síðar.
Smellið hér fyrir myndasafnið
Svo er líka tíkarstand hér. Tumi er eðalhundur og skráður sem ræktunardýr. Það hefur ekki reynt á notkun á honum í þessum tilgangi fyrr en nú. Hann er búinn að gamna sér með velættaðri eðaltík síðustu daga. Ef allt fer að óskum þá ættu að fæðast hvolpar undan Tuma í október. Þá fáum við einn hvolp. En það skal ekki telja ungana fyrr en þeir eru komnir úr egginu.
Flokkur: Bloggar | 21.8.2008 | 21:34 (breytt kl. 22:18) | Facebook
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aksjón hjá mönnum og dýrum. Spurning um að takmarka aðgang við 18 ár í dúnsængurveröld.
Páll M. Skúlason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:15
Það kemur svartur hvolpur með liðaðan feld úr þessu :)
Guðný (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.