Rifserjahlaup fyrsti þáttur

Það er ógrynni af köttum sem valsa hér um allar jarðir. Mér er ekkert vel við þá og ekki hundunum heldur. Það er samt eitt gott sem hlýst af þessu kattafári. Vegna þess að þeir hafa étið alla fuglana þá er rifsberjauppskeran með ólíkindum góð. RifsÞað er einn runni hér útí garði og mér leist þannig á hann að það væri kominn tími til að uppskera. Við Marín fórum með fötu út í garð og tíndum af þessum eina runna heil 6 kíló! af rifberjum. Og sá varla högg á vatni.

Nú stendur sem sagt til að fara að búa til rifsberjahlaup. Það þarf víst helling af sykri í þetta og krukkur. Annars er ég ekki sérfróður um málið. Við komumst örugglega í gegnum þetta í sameiningu hér á bænum.

Ég sá Pólverja í Bónus um daginn sem var greinilega að fara sulta mikið. Hann var með svona 50 kg af sykri í körfunni sinni og líka ger. Hvað sem það er nú notað í sultugerð?

Jæja, ég læt ykkur fylgjast með sultugerðinni

Við fórum með nýja og gamla Pólverjastaffið í smá velkomin/bless partí á Menam um daginn hér eru myndir úr geiminu

Ingólfur vinur minn var að eignast hvolpa...eða réttara sagt tíkin hans. Hér er fyrsta myndin!

katahvolpar

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband