Jæja þá er kominn tími fyrir blogg. Ég sé það að vísu að þetta er það leiðinlegt hjá mér að heimsóknum fækkar stöðugt og þetta fer því trúlega að leggjast af fljótlega.
Hér hefur verið óvenjuleg vika hjá okkur. Við fengun nýtt starfsfólk frá Póllandi til okkar. Agnieszka og Marcin voru með þeim þessa viku til að kenna þeim nokkur grundvallaratriði í hvernig vinnan gengur fyrir sig hérna. Það hefur bara gengið vel en að sjálfsögðu setur það strik í reikninginn þegar staffinu er fjölgað um helming. Það hreinlega vantar eitthvað að gera handa öllu þessu liði. Þegar svoleiðis staða kemur upp þá þarf maður að gera eitthvað sem er aldrei gert í venjulegu ástandi.
Þá var ákveðið að fara í það að gera stétt. Stétt frá nýja planinu að Moldarhúsinu (þeir sem skilja þetta ekki verða bara að hafa það) Þetta er mjög lokað svæði og umlukt allskonar fyrirstöðum þannig að það var ekki hægt að koma að neinum stórvirkum vinnuvélum. Því var það bara handaflið og fjórhjólið með kerru sem var hægt að nota við verkið. Fyrst þurfti að fjarlæga jarðveg til að hægt væri að koma stéttinni fyrir. Þá er gott að nota Specialist Skófla (Marcin hefur þann titil) og Robert (sá nýji) til að framkvæma verkið. Þetta gekk bæði hratt og örugglega. Öllum uppgreftinum var keyrt í fjórhjólskerrunni út í garð (Norðan við hundahúsið). Síðan tók við uppslátturinn. Við Skúli sáum að mestu um hann. Ekki flókið verk en það varð samt að taka þetta rétt.
Þegar uppslættinum ver lokið þá var fístillt og jafnað í botninn og svo sett plast. (Gamla skyggingar plastið síðan á jólastjörnutímanum virðist ætla að duga lengi). Svo var komið að aðal málinu. Hitalögnin. Að sjálfsögðu þarf að vera snóbræðslukerfi í svona stétt. Ég fór með fjórhjólakerruna í BYKO og keyti mér 200m rúllu af snjóbræðslurörum. Lagði þau svo niður með aðstoð sérstaks afrúllara sem ég fékk mér lánaðan (í leyfisleysi) hjá Benna. Pólverjarnir kepptust við að skella á millibilsstöngum og þessi niðurlagning gekk ótrúlega hratt og vel.
Svo var bara eftir að seta járnabindingarmottur ofan á allt heila klabbið. Nú er allt tilbúið nema steypuvinnan. Hún verður að bíða þangað til í næstu viku.
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað engar myndir?
Ég var orðinn svo spenntur að sjá hvernig framkvæmdirnar litu út að ég varð fyrir sárum vonbrigðum.
Verð bara að hugga mig við ímyndunaraflið. Hlaðið meira eða minna sundurgrafið. Moldarhaugar upp á miðja gróðurhúsveggi. Feðgarnir kámugir upp fyrir haus og neðst í risastórri holu innan um haug af slöngum eru tveir Pólverjar að bisa við að festa hitarörin saman.
Er ég ekki nokkuð nærri raunveruleikanum :)
Skúli (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:13
Þetta snýst um að skrá eitthvað það sem höfðar til fjöldans. :) Uppgjöf er ekki inni í myndinni.
Páll M Skúlason (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:23
Eiginlega verð ég að vera sammála síðustu ræðumönnum :) Ég hef reyndar ákveðið að líta á mitt eigið blogg sem einskonar dagbók fyrir sjálfan mig til að skemmta mér og börnum mínum í framtíðinni :)
Egill (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 13:09
Allt að gerast í Hveratúni. Voru engin fleiri rör að mála? :) bannað að hætta að blogga og setja inn myndir, gaman að fylgjast með :)
Guðný (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.