Fiskidagurinn mikli - Love Guru

Í dag var fiskidagurinn mikli. Í tilefni af því þá fórum við að fiska. Við Marín tíndum nokkra orma hér út í garði og svo fórum við öll Í Skálholtspoll að veiða. Frábært veður en engin veiði.

P8090212

Ég man eftir því að Pabbi fór með okkur á þennan stað í gamla daga og sagði að hann ætlaði bara að leggja sig en skyldi sjá um að rota fiskana sem við veiddum. Hann fékk engan svefnfrið.

En í dag eru aðstæður breyttar. Pollurinn allt of grunnur (eða of lítið í ánni). Sem sagt við fórum með öngulinn í rassinum heim. En mikið var þetta samt gaman Grin

P8090219

Eftir seinni hundaviðrun var haldið í bíó. LoveGuru - bara nokkuð gott grín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar myndir. Geri ráð fyrir að þú hafir sem sagt fengið svefnfrið í veiðitúrnum nema sá gamli hafi verið með til að rota veiðina.

Skúli (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Magnús Skúlason

Já það var svefnfriður. Þurfti að vísu að hjálpa til við að beita

Magnús Skúlason, 11.8.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband