Ég og Ingvi á Spóastöðum skelltum okkur í snögga fjórhjólaferð inn á neðanverðan afréttinn núna eftir hádegið.
Ingvi er búinn að fá sér 500cc Kínahjól og við ákváðum að fara smá æfingarferð. Við tókum hjólin af kerrunum við afleggjarann inn í Einifell og brunuðum þaðan í Einfell. Yfir litla jökulsprænu þar innfrá sem var nokkuð staumþung. Að minnsta kost fannst mér mitt hjól aðeins skrika til. Síðan fórum við upp brekkuna upp að Hagavatni. Hún er alveg ótrúlega brött og full af lausu grjóti. Hjólin græjuðu það samt vel. Það var hvasst og kalt þarna upp við jökulinn.
Á bakaleiðinni komum við í Einifells skálann og fengum okkur nesti í lyngbrekku þar hjá.
Það er landgræðslugirðing við norðurbakka Sandvatns. Ingvi hafði af því spurnir að kindur hefðu brotist inn í hana. Við tékkuðum á þessu og þarna voru ca 20 kindur sem við rákum út. Ekkert rafmang var á rafmagnsgirðingunni og því viðbúið að kindurnar hafi labbað bara inn aftur þegar við hurfum á braut.
Vegna þess að við vorum svo snöggir í ferðum þá ákváðum við að skreppa aðeins inn í Fremstaver áður en við héldum heim. Fín ferð og frábært veður. Nokkrar myndir hér
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.