Útilega í Þjórsárdal

Á  föstudeginum núna um verslunarmannahelgina var veðrið alveg frábært. Mikill þrýstingur frá sumum um að það skuli fara í útilegu varð til þess að við skelltum okkur í Þjórsárdalinn.

Fyrst ákvað ég að nota kerruna sem fylgdi sláttutraktórnum til að fjarlægja steinaröð sem átti að afmarka grasblettinn hér við húsið. Ég hengdi kerruna aftan í fjórhjólið og fyllti hana af níðþungum steinum (ættaðir úr Baugstaðafjöru) Svo var keyrt af stað. það fór frekar illa því kerran valt og úr henni allt. Þá var frekari steinaflutningi frestað til betri tíma.

P8010182

P8010181

Svo var haldið í Þjórsárdalinn. Fellihýsinu tjaldað í Sandártungu. Þar er flott og þægilegt tjaldstæði. Mannfjöldi hóflegur og bara allt eins og best verður á kosið. Þó að þetta sé merkt sem fjölskyldutjaldstæði þá var  þarna slatti af unglingum á eigin vegum. Þeir voru bara ágæt og enginn hávaði eða læti í kringum þau.

P8010184

Útilega gekk fyrir sig eins og aðrar útilegur. Grill og göngutúrar. Sykurpúðar grillaðir og spilað o.s.frv.

P8010188

Á laugardagsmorgninum fórum við Skúli heim og tékkuðum á stöðinni og viðruðum hundana.

Þegar við komum aftur í Þjórsárdalinn þá fórum við í bíltúr. Komum við í sundlauginni og fórum þaðan inn í Hrauneyjar og fengum okkur ís. Á bakleiðinni komum við í Búrfellsstöð. Þar vorum við svo einstaklega heppin að rekast á Svein Kristinsson.(Mynd á Palla bloggi)  Hann tók okkur niður í dulda heima í kjallara stöðvarinnar. Það var bæði ógleymanlegt og fróðlegt. Takk fyrir þetta Sveinn.

Það fór að koma súld um kvöldið og það var allt hundblautt þegar við tókum saman í morgun. Fín helgi hjá okkur.  Nokkrar fleiri myndir hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var huggulegt hjá ykkur í útilegu.

Hvað segiði, er svo von á skúmatröllinu og möslunni til DK? verðum í bandi.

Guðný (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband