30°C - Hundaviðrun og silfurbrúðkaup

Rosalega heitt í dag. 28,5°C á mæli hjá okkur og síritinn fyrir stýritölvurnar í gróðurhúsunum fór alveg uppí 30 stig um og eftir kl 4. Ennþá heitt núna í kvöld þótt klukkan sé um hálf tólf.

IMG_3295Viðraði hundana eftir kaffið niðrá Bakka. Þeir kunnu aldeilis að meta það að geta sullað í vatninu og kælt sig aðeins niður. Ég tók helling af myndum og hér eru nokkrar þeirra.

Núna í kvöld fórum við gamla settið með börnin sem eru enn í hreiðrinu uppá Geysi og snæddum dýrindis kvöldverð í tilefni af silfurbrúðkaupinu. Já 25 ára brúðkaupsafmæli í dag.

Bloggkerfið hrundi alltsaman og er allskonar rugl í gangi þess vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með silfrið elsku ma og pa! flottar myndirnar af hundunum. Það er bara svipað veður í DK og IS núna, við Biggi liggjum á ströndinni alla daga, það er ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi núna :) Bið að heilsa.

Guðný (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:37

2 identicon

Maður á nú erfitt með að átta sig á að þessi árafjöld sé liðinn frá því frú Sigurlaug birtist fyrst á hlaðinu í Hveratúni. En það er svona með tímans straum.

Hamingjuóskir af tilefninu.

Páll M Skúlason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:21

3 identicon

Til hamingju með silfurbrúðkaupið. Við Gunni náum þessum áfanga að ári.

Kveðja Ragnheiður.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband