Rosalega heitt í dag. 28,5°C á mæli hjá okkur og síritinn fyrir stýritölvurnar í gróðurhúsunum fór alveg uppí 30 stig um og eftir kl 4. Ennþá heitt núna í kvöld þótt klukkan sé um hálf tólf.
Viðraði hundana eftir kaffið niðrá Bakka. Þeir kunnu aldeilis að meta það að geta sullað í vatninu og kælt sig aðeins niður. Ég tók helling af myndum og hér eru nokkrar þeirra.
Núna í kvöld fórum við gamla settið með börnin sem eru enn í hreiðrinu uppá Geysi og snæddum dýrindis kvöldverð í tilefni af silfurbrúðkaupinu. Já 25 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Bloggkerfið hrundi alltsaman og er allskonar rugl í gangi þess vegna.
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með silfrið elsku ma og pa! flottar myndirnar af hundunum. Það er bara svipað veður í DK og IS núna, við Biggi liggjum á ströndinni alla daga, það er ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi núna :) Bið að heilsa.
Guðný (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:37
Maður á nú erfitt með að átta sig á að þessi árafjöld sé liðinn frá því frú Sigurlaug birtist fyrst á hlaðinu í Hveratúni. En það er svona með tímans straum.
Hamingjuóskir af tilefninu.
Páll M Skúlason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:21
Til hamingju með silfurbrúðkaupið. Við Gunni náum þessum áfanga að ári.
Kveðja Ragnheiður.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.