Fjórhjólaferð með Bjarna og Agli

Já ég fór í afskaplega skemmtilega fjórhjólaferð í gær. Með Bjarna vini mínum Harðarsyni og syni hans Agli.  Þeir feðgar höfðu að vísu tekið forskot á sæluna og hafið ferðina á miðvikudagskvöldið með því að sækja fjórjólin (sem þeir leigðu) til Reykjavíkur.

Bjarna tókst með einhverjum ótrúlegum hætti (sem honum er einum lagið)að drekkja hjólinu sínu uppá Hellisheiði svo að fimmtudagurinn fór að mestu í að koma því í ökufært ástand aftur.

Fallegt útsýniÞeir feðgar héldu síðan síðdegis inn á hálendið og gistu í Hlöðuvallaskála aðfaranótt föstudagsins ásamt söngglöðum skagfirskum hestamönnum. Við höfðum mælt okkur mót í Úthlíð í gærmorgun og þar hittumst við um 10 leitið. Þá var ástandið þannig að það var spungið á framdekki á hjólinu hans Bjarna. Eftir að hafa þegið kaffi hjá Birni bónda í Úthlíð og rætt við hann um það meðal annars hvað Tungnamenn hafi verið miklir aumingjar gegnum aldirnar, þá var haldið með hjólið hans Bjarna til þeirra bræðra Guðmundar og Lofts á Iðu.  Þar var gert við sprungna dekkið og spjallað eins og gengur.

Á leiðinni upp í Úthlíð aftur komum við í Bjarnabúð og fengum okkur hressingu og Bjarni (Kristinsson) gaf öllum ís í eftirrétt. ferð-25.-júlí-2008

Plott af leiðinni úr GPS tækinu mínu

Það fór svo að lokum að ferðin hóst (mín ferð þ.e.a.s.) Við ákváðum að fara leið sem liggur frá Úthíð I norður vestan við Bjarnarfell og Sandfell og inná línuveginn. Ég fór þessa leið einu sinni að vetri til með Ingva á Spóastöðum og þá frá línuveginum í Úthlíð.

Leiðin var afskaplega ógreiðfær og erfið. Niðurgrafin djúp hjólför, karga þýfi, urð og grjót og yfirleitt allar aðstæður. Smá saman hætti slóðinn að vera bílaslóði og breyttist í óljósan hestaslóða. Þingmaðurinn var farinn að hafa áhyggjur af því að þetta væri farið að jaðra við að vera utanvegaakstur.  Slíkt er að sjálfsögðu alveg bannað og svoleiðis gerum við ekki. En slóðin varð greinilegri og að lokum fylgdum við “vegi “ sem fylgdi landgræðslugirðingu. Það var svo okkar hlutskipti mestan tímann. Mikill hristingur og skakstur sem reyndi verulega á menn og tæki.

Grýtt og erfittVeðrið var alveg ótrúlega gott. Við vorum fáklæddir og berhentir og samt var okkur heitt.  Við stoppuðum oft og spjölluðum og það veitti ekki af að drekka heil ósköp við þessar aðstæður.

Eftir langa og góða kaffipásu í fjallakyrrðinni þá fór loksins að styttast í línuveginn. Það var mikill léttir að komast á hann. Loksins var hægt að spretta aðeins úr spori. Vegna þess að þetta hafði tekið svo langan tíma þá ákváðum við að halda beint í Hlöðuvallaskálnn. Ferðin þangað tók stutta stund. Lítil umferð en við hittum hestamenn með rekstur á leiðinni.

Á Hlöðuvöllum voru fyrir nokkrir göngugarpar og það var spjallað eins og gengur. Bjarni hellti uppá dýrindis ketilkaffi  og við fengum okkur smávegis í svanginn.

Svo var það bara heimferðin eftir. Nú skildu leiðir. Ég fór einn í áttina að Úthlíð um Hellisskarð en Bjarni og Egill héldu til Reykjavíkur um Þingvelli. Mín heimferð gekk áfallalaust. Einmanalegt að vísu en það er eðlilegt þegar maður er einn á ferð til fjalla.

Það bilaði hjólið hjá Bjarna á leiðinni til Reykjavíkur svo að þeir feðgar skildu það eftir og tvímenntu á Egils hjóli til Reykjavíkur.

Þetta er nú eiginlega hætt að vera blogg heldur frekar ritgerð svo að ég læt hér staðar numið.

Takk fyrir góðan og skemmtilegan dag J

Hér er smá videó klippa

Fleiri myndir úr ferðinni hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært að geta loksins notað fjórhjólið eitthvað, og heppnir með veður og útsýni. Ég er að melta með mér útlitið á hveratun.is, endilega segðu ef það eru einhverjar sérstakar óskir :)

Guðný (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:33

2 identicon

Ég sé ekki fram á annað en að framundan sé að verða sér úti um svona græju.

PMS (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Magnús Skúlason

Ég mæli með því Páll.

Magnús Skúlason, 27.7.2008 kl. 13:05

4 identicon

Sæll frændi.

 Það er meira hvað skyldmenni manns eru orðin öflug í bloggheimum. Mikið gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndir.

Keep up the good work og bið að heilsa Das Mutter í salatinu :)

Kv, Begga.

Begga frænka (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 20:25

5 identicon

Mér þætti ansi fróðlegt að sjá þann gamla á fjórhjóli. Menn geta ekki verið minni menn í Kvistholti.

Gaman að lesa bloggið en ég get ekki sagt að það kalli fram ljúfar minningar að sjá myndir úr kálgarðinum

Þorvaldur (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband