Kálgarður og fleira

Ég var búinn að lofa að setja inn fleiri myndir héðan að heiman. Nú er að reyna að standa við það. P7050125Hér er mynd af borðhaldi út í garði þar sem nýja garðhúsganasettið er notað. Það kemur bara vel út og stólarnir eru afskaplega þægilegir. Ekki sakar að taka fram að steikin var afskaplega gómsæt svo ég tali nú ekki um rauðvínið.

Ég var búinn að hæla kálgarðinum hér í öðrum pistli. Ég tók myndir af honum líka og læt þær fylgja hér með því að Guðný bað um það. Ég veit ekki hvernig kálgarðsmyndir mælast fyrir en það kemur í ljós.Iceberg salat

Ég setti nokkrar aðrar myndir inn á Picasa. Þar á meðal eru hundarnir og mynd af framkvæmdum við pallinn hjá afa. Þar er búið að rífa af gömlu klæðninguna og stendur til að setja nýja. Annars veit ég ekki mikið um það mál.

Ekkert sérstakt í gangi í dag. Salatskurður og pökkun eins og alltaf á mánudögum. Hundaviðrun eins og venjulega. Sem betur fer er ekkert lóðarí í gangi þannig að hundarnir skiluðu sér með mér heim eins og þeir eiga að gera. 

Við Skúli tókum nokkra borðtennisleiki núna í kvöld og okkur fer mikið fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þakka myndirnar, myndarlegur garðurinn! Nú fæ ég ennþá meiri heimþrá bið að heilsa

Guðný (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 19:43

2 identicon

Loksins fæ ég bót á minni heimþrá, hlakka til að hitta ykkur á föstudaginn!

Elín (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband