Vegna fjölda áskorana þá ákvað ég að halda eitthvað áfram að blogga þó að fríið sé búið. Palli er búinn að setja link á þessa síðu hjá sér svo að ég verð að reyna að standa mig.
Ég byrjaði á því að reyna að læra svolítið á bloggkerfið og breyta útlitinu aðeins. Það er greinilega hægt að gera ýmislegt með þetta dæmi. Setti inn mynd af einum hvolpinum hans Rexa í toppinn.
Já það er hversdasleikinn sem er allsráðandi. Það gengur bara vel í ræktuninni og loksins fór að rigna. Það veitti ekki af því úti er allt að skrælna. Kál-kartöflu og salatgarðurinn er orðinn flottur. Fólkið mitt er búið að reita allan arfann og þetta er allt til fyrirmyndar.
Við Skúli fengum lánað borðtennisborð hjá Benna og settum það upp inní salathúsi. Við vorum orðnir svo góðir í borðtennis eftir Spánardvölina. Okkur vantar bara net til að þetta gangi alveg upp en netleysinu var reddað með strekkiteygjum til bráðabirgða.
Það fer lítið fyrir fjórhjólaferðum. Það er ekkert gaman að ferðast einn og mig vantar ferðafélaga á fjórhjóli. Bjarni Harðar er að vinna í því að fá sér fjórhjól og ég bíð spenntur eftir að það gangi. Ég fór með Halla og félögum í góða ferð í Landmannalaugar og Hrafntinnusker fyrir nokkru síðan og er svolítið af myndum hér.
Nú á að skella sér í bíó á Selfoss á eftir "Mama Mía" held ég að myndin heiti. Læt þetta duga í bili.
Flokkur: Bloggar | 12.7.2008 | 15:17 (breytt kl. 15:25) | Facebook
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um að gera að halda þessu við þetta eru skemmtilegar minningar þegar fram í sækir, og það besta er að þetta er eilíft :) Það er líka leiðinlegt að missa tengsl við fólkið sitt, og þetta er góð leið til að allir geti haldið sambandi.....á ákv hátt. Nú er bara að hvetja restina af liðinu til að "prufa".
Ég hugsa að ég auki spennuna og bæti þér bara í linkana mína líka :)
Svona á þetta að vera :)
Bestu kveðjur frá Berlín,
Egill
Egill (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:58
Já - nú er að standa sig
Páll M Skúlason (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:24
Ég er ánægð með þetta, og væri gaman að fá myndir af garðinum og búskapnum :)
Kv. frá Köben
Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:45
Það koma vonandi myndir fyrir rest.....
Magnús (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.