Fótbolti, rennibrautir, fjall og asnaskapur.

 

Jæja nú erum við komin heim í heiðardalinn og tími til kominn að gera lokablogg um Spánarferðina.

Á sunnudagskvöldið var úslitaleikurinn Spánn-Þýskaland. Við komum okkur á hollenska barinn og fylgdust með leiknum öll klædd í spænka búninginn. Spánverjar unnu og við tóku sömu lætin og eftir fyrri leikinn. Bara gaman.

Mánudagurinn gekk út á sólböð sund og leiki í hótelgaðinum sem skemmtistaffið sá um.

Þar sem það er ákveðin krafa uppi um að maður sé alltaf að gera eitthvað þá var ákveðið að fara í sundlauga rennibrautagarð á þriðjudaginn. Það var bara ágætt. Frekar lítill og þægilegur garður. Fólksfjöldinn var hóflegur svo að biðraðir voru stuttar. Allir skemmtu sér vel og komu lúnir heim.

Síðasti alvöru dagurinn hjá okkur var gærdagurinn. Við tókum strætó og lest til að fara í kláf sem gengur upp á 800metra hátt fjall. Það var að vísu svolítið óhuggulegt í fyrstu að setjast inní svona kassa sem hangir í vírstreng langt yfir jörðu. Það vandist samt ótrúlega vel og varð flótlega skemmtilegt. Stórkostlegt útsýni í allar áttir. Þegar komið var uppá fjallið blasti við bar og lítill veitingastaður. Þarna rétt hjá var svo asnaleiga.Asnalegt Marín og Skúli fóru smá útreiðatúr á asna sem er ákveðin lífsreynsla. Myndir af því í myndasafninu. Við ákváðum að líta aðeins í kringum okkur þarna uppi og þá sáum við helling af fuglabúrum með allskonar fálkum, örnum, gömmum og hvur veit hvað. Það eru sýndar einhverjar kúnstir með þessum fuglum tvisvar á hverjum degi en tíminn okkar var ekki réttur til að sjá sýningu. Það stóð alls ekki til að fara í neina fjallgöngu en einhvernveginn æxlaðist þetta þannig hjá okkur að við þvældumst alveg uppá topp á fjallinu eftis svaka göngustigum og niður að veitingastaðnum aftur eftir krákustigum. Hressing á veitingastaðnum á eftir enda hiti og útgufun með mesta móti. Svo bara inn í kassann aftur og niður fjallið. Við vorum sammála um það að þetta var með því skemmtilegasta sem við gerðum í túrnum. Frábær upplifun.

Já heimferðin var í dag fimmtudaginn 3. júlí. Þó svona heimferðir með tilheyrandi innritun, vopnaleit og biðröðum séu ekki skemmtilegar þá gekk vel og áfallalaust. Lendingin í Keflavík var í harðara lagi enda einhver Spánverji að fljúga rellunni og töluverður hliðarvindur. Ekkert alvarlegt.

Við komust öll heil heim en þó nokkuð bitin af moskító.  Klikkið hér fyrir myndasafnið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband