Hér kemur smá Spánarpistill í viðbót.
Það var svo sem ekki mikið að gerast hjá okkur I gær. Sólbað í sundlaugargarðinum fyrripartinn og eftir hádegið fórum við í mollið og fengum okkur að borða áður en við versluðum inn. Eftr það bara meiri sólböð og ég fór í smá reddingar í netbankanum og náði mér í evrur í hraðbanka.
Áður en við fórum niður á standgötu þá fóru allir í sturtu eins og við verðum að gera áður en við förum út að borða.
Hér hefur skapst skemmtileg hefð. Mamma les fyrir mig einn til tvo kafla úr bókinn Blá birta. Þetta er saga sem fjallar um hann Jónmund sem er smá saman að hverfa inn í heim heilabilunar. Þetta hljómar kannski undarlega en þetta er einstaklega notarleg stund hjá okkur þarna á svölunum og ágætis afslöppun fyrir allt labb kvöldsins.
Þannig er með staðsetningu hótelsins okkar að það er töluvert útúr aðal lífinu hér í bænum. Þess vegna verðum við að taka strætó í mis langan tíma. Það er nefnilega að því er virðist alger tilviljun hvaða leið hann fer í bæinn. Stundum fer hann beint en stundum tekur hann sving inná hraðbrautina og þvælist í lengri tima í þveröfuga átt áður en hann snýr við og fer í bæinn. Þegar maður hefur nógan tíma þá skiptir þett ekki máli.
Þegar við erum komin í bæinn er stutt niður á strandgötuna. Þar eru strandbúllur og veitingastaðir í allar áttir og heilmikið líf. Eftir að við höfum fengið nóg af bæjarferðinn þá erum við vön að labba eftir strandgötunni í vestur þangað til við förum yfir flotta göngubrú yfir "ána" Já Spánverjar kalla þetta "Rio" en þetta er í rauninni bara grænbrúnn forarpyttur sem rennur ekki til sjávar nema þegar er flóð. Í þessu eru samt fiskar og skjaldbökur og á kvöldin heyrist mikill kliður í froskum og krybbum. Svo held ég að þarna haldi helvítis moskítóflugurnar sig. Ég hef fullt af bitum á fótunum sem líta út eins og flóabit. Aðrir hafa sloppið betur. En þetta er ekki vandamál. Við löbbum síðan upp með ánni heim á hótel. Við hótelið er göngubrú yfir ána en fararstjórarnir hafa varað fólk við að nota hana því að þar er oft ráðist á fólk og það rænt. Við höfum oft notað þessa brú og erum órænd enn.
Nú stendur mikið til í kvöld. Spánn-Þýskaland úrsltaleikur í EM. Spánverjar voru byrjaðir að liggja á flautunni í morgun. Við ákváðum að taka þátt í þessu með því að horfa á leikinn niðrá stönd og vera í stemmningunni. Við keyptum okkur boli spænska landsliðsins svo að við myndum ekki skera okkur úr og svo er það bara ÁFRAM SPÁNN!
Jæja nú ætla ég að fara niður í lobby og sjá hvort það er netsamband. Það er eins og með stætóinn, maður veit aldrei hvar maður hefur það.
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa og frábært að þið getið slappað vel af :)
Hér gengur allt vel! Vildi að ég hefði verið með í tívolíinu! Mamma og skúli eru nú meiri kellingarnar!
Bestu kveðjur
Ykkar Herdís ;)
Herdís (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:29
Gaman að fylgjast með ykkur í útlandinu, er farin að hlakka til að sjá ykkur aftur!
Lífið er æsispennandi í krabbameinslyfjablönduninni, nóg að gera....
Kv. Elín
Elín (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.