Meiri Spánn

Jæja. Þá er tími fyrir smá blogg. Ég veit ekki hvort nokkur les þetta en ég hef bara ekkert annað við tímann að gera. Ég sit núna út í mollinu okkar, sem er svaka stórt. 2-3 Smáralindir. Það stendur á skilti við inganginn að hér sé ókeypis þráðlaust internet. Sem ég hef ekki fundið ennþá. Við sjáum bara til hvort ég verð að fara bara aftur á hótelið til að koma þessu í loftið.

Annars pirrar það mig hvað hótelið er með mikla okurtilburði varðandi allt. 10 mínutur á netinu kosta 1 evru. Að leigja sér borðtennisspaða (tvö tréspjöld) kostar 5 evrur (yfir 600 kall!) Við Skúli keyptum okkur fína borðtennisspaða á strandgötunni fyrir 3 evrur og spilum svo bara frítt. Snokerborðið kostar 2 evrur leikurinn. (Kostaði bara eina evru á Albir) og svona er allt mjólkað út í eitt. Þeir komast upp með þetta vegna þess að staðurinn er frekar afskekktur og töluvert labb eða strætó til að komast eitthvað annað.

Við erum búin að fara tvisvar á ströndina og vonandi koma myndir af því hér inn. Svo vorum við í sjáfardýragarði í gær  sem var frekar lítill og í raun ekki merkilegur miðað við það sem við höfum séð áður. Samt var gama að kíkja á þetta.

Við borðuðum á veitingahúsi við ströndina í gærkvöldi og eftir það tilltum við okkur á hollenskan bar og horfðum á fótbolta. Spánn-Rússland. Það er sérstök tilfinning að sitja innanum Spánverja og horfa á fótbolta. Mikill hiti í mönnum. Ég er þeirrar náttúru að ég held yfirleitt með því liði sem er að tapa. Þess vegna fór ég að halda með Rússum fljótlega. Krakkarnir sögðu mér að halda mig á mottunni því að annars væri hætta á því að ég yrði laminn. Ég var ekki laminn. Fögnuður spánverjanna var ógurlegur í leikslok. Menn keyrðu flautandi um allan bæ fram á nótt með stóra fána og sátu jafnvel uppá þaki á bílunum. Ég náði smá videó klippu af þessu sem ég reyni að koma hér inn. Í morgun hélt svo liðið áfram að liggja á flautunni. Blóðheitir þessir Spánverjar.

Það stendur til að fara í Tívolí núna seinnipartinn. Við verðum að taka strætó og lest til að komast þangað en við rötum því að sædýragarðurinn er á sama svæði.

Framhald:

Jæja ég fann ekkert netsamband í mollinu. Þar sem stóð  WIFI zone var ekkert samband! Ég fékk mér kaffi í einni búllunni sem var þar og ekkert gerðist. Bara svona læst samband. Kaffiþjónninn bauð mér að komast í sitt samband en ég hugsaði með mér að það er eins gott að klára þetta bara heima í lobbyinu. Svo kem ég þangað og þar verkar ekkert heldur. Dömurnar í lobbyinu reyndust vita gangnslausar í því að redda þessu, fórnuðu bara höndum og sögðu að þetta ætti að verka. Svo að það verur bara að koma í ljós hvort og þá hvenær þessi pistill (sem ég skrifa bara í Word) kemst í loftið. Það er gott að hafa nógan tíma til að eyða í svona vitleysu J

Meira framhald:

Jæja ekkert fór á netið í gær. Annars gekk bara vel. Að vísu eitthvað AMI vesen heima sem Herdís reddaði að sjálfsögðu. Við fórum seinnipartinn í Tivolí eins og til stóð. Það var gaman. Skúli og mamma voru að vísu miklar kellingar og þorðu ekki í “hættuleg tæki” en við Marín tókum aðeins á því. Það vantaði bara Herdísi til að tekið væri almennilega á því. Það var helst Marín sem sá til þess að farið var í tæki.  Við komum seint heim lúin og þreytt.

Ég vaknaði nokkuð snemma í morgun og skellti mér í morgunmat hér á hótelinu til að sjá hvernig hann gengi fyrir sig. Það var bara fínt. Beikon og egg og svoleiðis. Smá tilbreyting frá Coco krispies J.

Jæja nú ætla ég að láta það takast í dag að koma þessu á netið. Við sjáum til

Myndir hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband