Lífið gengur sinn vanagang hér á Spáni. Það er með ólíkindum hvað við getum sofið mikið hérna. Förum að sofa á miðnætti og vöknum ekki fyrr en um 10 leitið. Við eyddum mestöllum deginum í hótelgarðinum í gær. Sólbað og sund. Við tókum líka smá tennis á velli sem við leigðum okkur. Það gekk eins og við var að búast ekki sérlega vel enda ekki vanir menn. Borðtennis gekk mun betur en það var svo mikill vindur öðru hvoru að kúlan vildi fjúka út í loftið.
Við notum sterkar sólarvarnir svo að enginn hefur brunnið neitt þrátt fyrir ríkuleg sólböð með sundi. Samt eru allir farnir að taka einhvern lit.
Við fórum í gærkvöldi á sama kínastað og við fórum á um daginn. Það er svo notalegt fólk þar og góður matur. Allir fengu sér önd í þetta skipti. Það er stöðugt áreiti af sölumönnum þegar maður er að borða. Kínastelpur með allskonar tuskudýr , blikkljós og drasl og svo kolsvartir niggarar með sólgleraugu og úr til sölu. Skúli keypti tuskudýr af einni kínastelpunni og gaf Marínu.
Ræstingakonan rak okkur út í morgun og þá notaði ég tækifærið og fór í netsambandið með tölvuna. Meira síðar. Myndir hér
Tenglar
Tenglar
Tenglar
Fjölskyldan
Ættingjar
Aðrir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Lög
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að þið getið slappað aðeins af í sólinni, í dk er bara þrumuveður eins og stendur. hlakka til að sjá fleiri myndir! kv. Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.