Rigning

 

Sælt veri fólkið.

Það liggur við að ringt hafi hverja einustu klukkustund síðastliðinn mánuð. Eða að minnsta kosti finnst mér það. Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur. Ég viðra hundana í regngalla dag eftir dag.

DisasterÞað er alltaf svo leiðinlegt veður að ég hef ekki einusinni lagt í meira skytterý. Það verður að fara að bæta úr því. (Ég ætlaði í kvöld en þá bara jókst rigningin)

Fjórhjólaferðir liggja niðri vegna veðurs, enda myndi það verða eitthvað svipað og þetta ef ég legði í hannW00t


Andaveisla

Andaveislan var í gærkvöldi. Þvílíkt hnossgæti. Nú verð ég bara að fara og skjóta meira því að endurnar kláruðust. Ég var búinn að lofa Elínu andaveislu svo að ég verð að standa mig í því.

Það rignir alltaf meira eða minna alla daga. Frekar leiðinlegt veður. Vel blautt í réttunum (ég fór ekki). Ég er búinn að braska í því undanfarið að laga göt á gróðurhúsunum og það er ekki gott að standa í því að glerja þegar alltaf er blautt en það verður að láta sig hafa það.

Það eru ekki bara rifsberin sem spretta þetta haustið. Reynitrén hreinlega eru að sligast undan berjum. Gamli unglingurinn (eins og PMS kallar hann) segist ekki muna eftir öðru eins.

Hér eru myndir af trjánum í garðinum okkar.

reynir2

reynir1

 

Og svo er hér að lokum mynd af Herdísi og Sævari að mála. Það kemur sér vel að eiga FergusonSmile

mál


Gæsa/andaveiðar

Fór í kvöld á gæsaveiðar í Hrosshagavík. Það sem var óvenjulegt við þessa veiðiferð var að Skúli og Marín fóru með (vonandi stangast það ekki á við einhver lög eða reglugerðir) Þetta var afskaplega skemmtilegt hjá okkur. Mikill félagsskapur að hafa krakkana með og svo má segja að það hafi verið mokveiði í þokkabót. Að vísu lá engin gæs í valnum en fjórar endur náðust. Það er ekki svo lítið miðað við þennan mannskap. Ég vil taka það skýrt fram að börnin fengu ekki að skjóta. Tumi sá um sækivinnuna og hann sýndi það enn og aftur að hann er topphundur í þessu fagi. Þetta var góður túr og allir skemmtu sér vel, nema kannski endurnar.

Nú verður fljótlega gómsæt andaveisla í Hveratúni ToungeIMG_3330


Traktórinn og sturtuvagninn

Nú stendur yfir málun á sturtuvagninum. Þetta er allt orðið eins í sögunni um naglasúpuna. Það vantar alltaf eitthvað lítilsháttir til að gera þetta aðeins betra. Sturtuvagninn (þótt góður sé) er orðinn gamall og ryðgaður. Það gengur ekki að hafa hann þannig aftaní svona flottum traktór. Þessvegna er sturtuvagninn í yfirhalningu.IMG_3325

Hér er svo mynd af traktórnum sjálfum (ekki bara einhver eins)

Traktórinn


Bílaviðskipti og traktórskaup.

Það er skammt stórra högga á milli hér í Hveratúni.

Hekla notaðir bílar settu auglýsingu í blöðin á laugardaginn. Þar var boðið upp á það að ef maður kæmi með bíl til þeirra sem væri skoðaður 09 þá tæku þeir hann upp í jeppling á 500þús. sama í hvernig ástandi hann væri. Við fórum því af stað á Pajerónum því Biggi fór með hann í skoðun eftir áramótin. Til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að við fórum heim á flottum Mitsubishi Outlander 2005 árgerðMitsubishi_Outlander

Þar sem Outlanderinn er svo flottur þá er ekki hægt að bjóða honum uppá að leysa Pajeróinn af í ruslakeyrslunni. Þess vegna var ákveðið að kaupa traktór. Við fórum á Selfoss og keypum sérlega flottan gamlan Massey Ferguson 390T með ámoksturstækjum (Ný sprautaður og fínn). Hann tekur við af Pajerónum í ruslakeyrslunni og svo er hægt að nota hann í margt annað. Snjómokstur og fleira. Hér er mynd af eins traktór (að vísu er þessi ekki með ámoksturstækjum)P_196_C_1

Nei það er ekki niðursveifla í Hveratúni (segja sumir)

Hér er svo að lokum mynd af Herdísi í busavikunni Devil58548


Allskonarblogg

Smá blogg.

Það er komið soldið haust í veðrið hjá okkur. Rok og rigning í gær.

Sultugerðin gekk vel. Sigurlaug fékk uppskrift hjá Guðfinnu og rifsberin eru nú orðin að dýrindis hlaupi.  Bláberin sem Herdís tíndi á Miðengi eru orðin að sultu (allt nema það sem fór á skyrið)

Stéttin mikla er komin í fulla notkun. Þetta  flokkast undir samgöngubætur hér á svæðinu. Ég læt fylgja hér fyrir neðan video klippu af stéttinn til að þeir sem hafa ekki aðstöðu til að sjá þetta með eigin augum geti upplifað þetta aðeins Wink

Við fórum á Menningarnótt og tjölduðum fellihýsinu í Laugardalnum. Kíktum á tónleikana á Miklatúni og sáum síðan flugeldasýninguna. Elín og Steinar buðu okkur svo í morgunmat eldsnemma á sunnudeginum áður en við horfðum  á úrslitaleikinn hjá þeim.

Í bæjarferðinni þá notuðum við tækifærið og skoðuðum hvolpana hans Ingólfs. Hann er að reyna að koma sér upp sérstakri hvolpasíðu til að kynna þetta hjá sér því að það verður að sjálfsögðu að selja þessi grey. Slóðin á hvolpasíðuna er Labrador.blog.is

Annars bíð ég spenntur eftir því hvort það séu hvolpar í tíkinni hans Tuma. Það ætti að liggja fyrir eftir svona  tvær til þrjár vikur. Það er mikil „EF“ umræða  hér í gangi. Semsagt EF það koma hvolpar. EF það kemur svört tík. Þá er það jafnvel meiningin að við myndum taka hana.  Já við erum að hugsa um að fá svarta tík úr gotinu ...EF...  Hefur nokkur annars tillögu að góðu nafni á svarta labbatík? EF þetta verður staðreynd... Tillögur vel þegnar Woundering

Herdís er farin í ML og Skúli og Marín í skólann. Það er orðið mjög róleg hér í kotinu svona yfir daginn.


Tíkarstand og steypuvinna

 

 

Það er allt að gerast. Stéttin mikla var steypt í gær. Það gekk alveg ljómandi vel og hún tekur sig vel út. Sævar og Robert voru á hjólbörunum og við Herdís að leggja niður. Skúli sá um að hysja upp netið. Nú er líka búið að laga í kringum hana.

Við Skúli fengum þökur á Spóastöðum og lögðum þær mjög faglega á svæðið við stéttina. Þetta er bara helv. gott hjá okkur. Ég set inn mynd af áranginum síðar.

collage

Smellið hér fyrir myndasafnið

Svo er líka tíkarstand hér. Tumi er eðalhundur og skráður sem ræktunardýr. Það hefur ekki reynt á notkun á honum í þessum tilgangi fyrr en nú. Hann er búinn að gamna sér með velættaðri eðaltík síðustu daga. Ef allt fer að óskum þá ættu að fæðast hvolpar undan Tuma í október. Þá fáum við einn hvolp. En það skal ekki telja ungana fyrr en þeir eru komnir úr egginu.IMG_3321


Rifserjahlaup fyrsti þáttur

Það er ógrynni af köttum sem valsa hér um allar jarðir. Mér er ekkert vel við þá og ekki hundunum heldur. Það er samt eitt gott sem hlýst af þessu kattafári. Vegna þess að þeir hafa étið alla fuglana þá er rifsberjauppskeran með ólíkindum góð. RifsÞað er einn runni hér útí garði og mér leist þannig á hann að það væri kominn tími til að uppskera. Við Marín fórum með fötu út í garð og tíndum af þessum eina runna heil 6 kíló! af rifberjum. Og sá varla högg á vatni.

Nú stendur sem sagt til að fara að búa til rifsberjahlaup. Það þarf víst helling af sykri í þetta og krukkur. Annars er ég ekki sérfróður um málið. Við komumst örugglega í gegnum þetta í sameiningu hér á bænum.

Ég sá Pólverja í Bónus um daginn sem var greinilega að fara sulta mikið. Hann var með svona 50 kg af sykri í körfunni sinni og líka ger. Hvað sem það er nú notað í sultugerð?

Jæja, ég læt ykkur fylgjast með sultugerðinni

Við fórum með nýja og gamla Pólverjastaffið í smá velkomin/bless partí á Menam um daginn hér eru myndir úr geiminu

Ingólfur vinur minn var að eignast hvolpa...eða réttara sagt tíkin hans. Hér er fyrsta myndin!

katahvolpar

.


Ein mynd

Hér er ein mynd rétt til að sýna hvað þetta er snyrtilegt hjá okkur Smile Annars hefur það mjög jákvæð áhrif á ímyndurnaraflið af hafa ekki myndir þannig að það hefur sína kosti. Góð hugmynd þetta með rörin. Það má hafa það í huga næst þegar svona stendur á Wink

Tilbúið fyrir steypu


Stéttasamband

Jæja þá er kominn tími fyrir blogg. Ég sé það að vísu að þetta er það leiðinlegt hjá mér að heimsóknum fækkar stöðugt og þetta fer því trúlega að leggjast af fljótlega.

Hér hefur verið óvenjuleg vika hjá okkur.  Við fengun nýtt starfsfólk frá Póllandi til okkar. Agnieszka og Marcin voru með þeim þessa viku til að kenna þeim nokkur grundvallaratriði í hvernig vinnan gengur fyrir sig hérna. Það hefur bara gengið vel en að sjálfsögðu setur það strik í reikninginn þegar staffinu er fjölgað um helming. Það hreinlega vantar eitthvað að gera handa öllu þessu liði. Þegar svoleiðis staða kemur upp þá þarf maður að gera eitthvað sem er aldrei gert í venjulegu ástandi.

Þá var ákveðið að fara í það að gera stétt. Stétt frá nýja planinu að Moldarhúsinu (þeir sem skilja þetta ekki verða bara að hafa það) Þetta er mjög lokað svæði og umlukt allskonar fyrirstöðum þannig að það var ekki hægt að koma að neinum stórvirkum vinnuvélum. Því var það bara handaflið og fjórhjólið með kerru sem var hægt að nota við verkið. Fyrst þurfti að fjarlæga jarðveg til að hægt væri að koma stéttinni fyrir. Þá er gott að nota “Specialist Skófla” (Marcin hefur þann titil) og Robert (sá nýji) til að framkvæma verkið. Þetta gekk bæði hratt og örugglega. Öllum uppgreftinum var keyrt í fjórhjólskerrunni út í garð (Norðan við hundahúsið). Síðan tók við uppslátturinn. Við Skúli sáum að mestu um hann. Ekki flókið verk en það varð samt að taka þetta rétt.

Þegar uppslættinum ver lokið þá var fístillt og jafnað í botninn og svo sett plast. (Gamla skyggingar plastið síðan á jólastjörnutímanum virðist ætla að duga lengi). Svo var komið að aðal málinu. Hitalögnin. Að sjálfsögðu þarf að vera snóbræðslukerfi í svona stétt. Ég fór með fjórhjólakerruna í BYKO og keyti mér 200m rúllu af snjóbræðslurörum.  Lagði þau svo niður með aðstoð sérstaks afrúllara sem ég fékk mér lánaðan (í leyfisleysi) hjá Benna. Pólverjarnir kepptust við að skella á millibilsstöngum og þessi niðurlagning gekk ótrúlega hratt og vel.

Svo var bara eftir að seta járnabindingarmottur ofan á allt heila klabbið. Nú er allt tilbúið nema steypuvinnan. Hún verður að bíða þangað til í næstu viku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband