Villdýramyndataka -taka tvö-

Í gær ákvað ég að láta verða af því að gera aðra tilraun með myndavélinni minni góðu. Ég fór með græjuna og statíf út að Puttapolli og í  þetta skipti var ég með bein úr lambalærinu sem var hesthúsað hér um helgina til að nota sem beitu. Ég stillti á videó upptöku (að vísu með hálfum huga en það gæti orðið svo flott).

Núna í kvöld fór ég að vitja um. Ég labbaði út að Puttapolli og Hundarnir komu með. Mér til mikillar ánægju sá ég starx að það hafði verið mikið um að vera fyrir framan vélina. Beinið horfið. Að vísu hafði snjóað yfir förin á svæðinu en þau sáust samt.

Hundarnir urðu æstir og fundu greinilega lykt af einhverju kvikindi á svæðinu. Þeir skoðuðu hverja gjótu og glufu á svæðinu með sperrt eyru.

 Ég sá það strax á skjánum á vélinni að það voru margir atburðir skráðir og það var búið að taka 11 videóbúta.

Ég fór heim fullur af tilhlökkun til að skoða videóin.(Það verð ég að gera í tölvunni). En........ það fór eins og ég hafði óttast. Minkurinn ..eða hvaða kvikindi sem þetta var, hafði komið um miðja nótt. Nánar kl. 00.19 og það tók hann 10 mín. að losa beinið og draga það með sér í burtu. Síðasti atburður var skráður kl. 00.29.

Því miður eru engin innrauð ljós á græjunni minni góðu og þess vegna sér hún bara myrkrið þegar maður tekur videó. Þannig að ég á fullt af myrkri á videói. Það sést því miður ekkert nema myrkur á myndunum.

Það er því niðurstaðan og lærdómurinn af þessu að næst verð ég að stilla á venjulega ljósmynd og þá á græjan að taka mynd með flassi ef það er of dimmt. Þetta hefur að vísu þann ókost að flassið fælir viðkomandi kvikindi í burtu en það gefur að minnsta kosti fækifæri á einni mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að græjan væri útbúin beð innbyggðu innrauðu ljósi! Hvurslags, hvurslags :)

PMS (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:23

2 identicon

Kasta hlýrri kveðju í Hveratún, EN langar að vita hvort athugasemdin mín lést af eðlilegum orsökum (þ.e. klaufaskap mínum við tölvur) eða var ráðin af dögum?! - Mér sem fannst hún SVO fín!

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:25

3 identicon

Jæja, forsjóninni sé þökk fyrir að hundarnir komust loks út!! Þeir hljóta að hafa hlaupið um, trylltir af gleði, hring eftir hring; hoppað og látið í sér heyra.

Nú, nú en þú átt sem sagt nóg af myrkri á filmu? Það er nú aldrei að vita nema hægt sé að brúka það til einhvers. T.d. skella því á "til sýningar ef leiðinlega gesti ber að garði?! Auk þess er svona historía upplögð til dæmisagnagerðar.

Af þessu má allavega draga þrefaldan (heilög tala-3, sko!) lær-dóm:

fara sem oftast út með hundana

leita ætíð ljóssins í öllum myndum þess,  hvar sem er

- og láta Palla bróður ekki stríða sér. 

********

SKohhh! ég fann aftur athugasemdina þá arna. Nú kemur hin sennilega á eftir. Það er svolítið hallærislegt, en ég er nú svo vön að vera "til hallæris" að það gerir ekkert til.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:38

4 identicon

Hæ hæ

Voðalega eru þetta styggir minkar þarna uppi í sveit.  Hér í Keflavík lifa þeir góðu lífi í fjörugrjótinu og eru ekkert mikið að reyna að fela sig fyrir manni.  Allavega sáum við einn núna á sunnudagsmorgni um 11 að spóka sig. 

Kveðja Stína.

Stína (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband